allt álit á lögreglunni horfið

Nú þegar það er endanlega komið á hreint að lögreglan ætlar ekki að afsaka þessa hegðun sína fyrir tæpri viku síðan þá er það jafnframt endanlega komið á hreint að ég er búinn að missa allt sem heitir álit, traust, trú eða virðing á störfum lögreglunnar í Reykjavík. Fyrir 2 vikum síðan bar ég mikla virðingu fyrir lögreglunni og hennar störfum, og hafði trú á henni. T.d. hefði maður vel getað hugsað sér að ganga í lögregluna þá - en núna gæti ég svo sannarlega ekki einu sinni hugsað mér það. 

Reyndar missti ég allt álit á núverandi ríkisstjórn fyrir að styðja lögregluna eftir þetta, þannig að þeir geta gleymt mínu atkvæði næst líka. Hvernig þetta mál hefur allt verið höndlað er svo skammarlegt, að  það liggur við að maður skammist sín þessa dagana fyrir að vera Íslendingur - og þá er nú mikið sagt!

Málið er einfalt. Lögreglan á að halda uppi lögum og reglu, en á miðvikudaginn héldu þeir uppi lögum með óreglu. Þetta voru algjörlega fullkomlega óásættanleg vinnubrögð á íslenskan mælikvarða og að bera sig saman við önnur lönd er náttúrulega bara algjörlega útúr kortinu. Það bara einfaldlega gilda ekkert sömu reglur í svona litlu samfélagi - hvað þá fyrir friðsamleg mótmæli eins og þessi. Það sér það hver einasti heilvita maður!

Hefði ég verið í lögreglunni og verið skipað að mæta að mótmælunum í óeirðarbúning vopnaður piparúða hefði ég klárlega frekar sagt upp störfum en að fara að þeim fyrirmælum.  Ég hefði aldrei verið til í að vera hluti af stríðsyfirlýsingu lögreglunnar á hendur vörubílstjórum sem eru einungis að berjast fyrir sínum mannréttindum.

Lögreglan átti upptökin, það er alveg ljóst! Hvað hefur fylgt í kjölfarið? Tveir slasaðir lögreglumenn! Það var viðbúið. Þegar lögreglan sýndi meðborgurum sínum þessa þvílíku ómannlegu virðingu var alveg ljóst að sama myndi fylgja í hina áttina. Voru þeir virkilega að búast við einhverju öðru?

Ofbeldi er alltaf óafsakanlegt. Auðvitað eru lang flestir nógu heilir á geði til að hefna sín að sjálfsögðu ekki á lögreglunni. Auðvitað er það algjörlega óafsakanlegt að hefna sín að nokkru leyti á henni, því í grunninn eru þetta svosem bara ríkisstarfsmenn sem fara eftir skipunum yfirmanna sinna. En auðvitað eru alltaf einhverjir svartir sauðir inná milli og því óttast ég að því miður muni maður heyra oftar af slösuðum lögregluþjónum hér eftir. Það er klárlega ekki eitthvað sem maður vill sjást gerast!

Það er alveg klárt að aðfarir lögreglunnar voru óásættanlegar síðasta miðvikudag, en það að þeir skuli ekki enn viðurkenna það og séu enn að reyna að klóra yfir skítinn er mun verra. Lögreglan hafði tækifæri til að vinna sig upp í virðingu og lagfæra mistökin  sem áttu sér stað með þessari framkvæmd, en nýtti það ekki. Sorglegt! Ég hefði viljað sjá hausa fjúka (sjálfsögðu ekki bókstaflega, s.s. bara uppsagnir) útaf þessari framkvæmd því auðvitað liggur ábyrgðin einhversstaðar. Það að svo hafi ekki gerst bendir svolítið á að skipunin hafi komið ofar, t.d. frá Birni Bjarnasyni - sem útaf fyrir sig er skammarlegt og óvirðing við lýðræði að hann fái að vera á þingi bara gegnum einhvern pólitískan klíkuskap, hvað þá að hann sé ráðherra, maður sem hefur sennilega minni almennan stuðning en George Bush.

Ég vona bara að lögreglan sem slík verði einhventíman söm eftir þetta. Hingað til hefur mér þótt það öryggistilfinning að hafa lögregluna t.d. á vappi um bæjinn, en eftir að hafa séð aðfarir hennar gagnvart saklausum samborgurum sínum er ég frekar hræddur um að vera laminn með kylfu eða úðaður með piparúða en að finnast vera öruggur....


mbl.is Rétt aðferð við beitingu piparúða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

besservissinn

Höfundur

besservissinn
besservissinn
veit allt um ekkert, eða ekkert um allt
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband