of mikið stolt er ekki hollt...

Ég veit að það eru margar ástæður fyrir því að taka ekki upp mynt einhliða....en stolt er ekki og má ekki vera ein ástæða fyrir því!

Svo erum við svo sannarlega ekki ein ríkasta þjóð í heimi, það er ekkert nema afvegaleiðing að tala með þeim hætti.  Hvort við séum ríkari en allar aðrar þjóðir per fólksfjölda vegur bara ansi lítið á móti þeirri staðreynd að sá fólksfjöldi telur einungis um 300þús manns.

 


mbl.is Ein ríkasta þjóð í heimi tekur ekki einhliða upp mynt annarrar þjóðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Johnny Bravo

Hann mælir þetta í máli hagfræðinga og það er GDP, eða veginlandsframleiðsla á  hvern íbúa á ári, þar erum við í 4 sæti og tekið er tillit til kaupgetu (PPP) þá erum við í 5 sæti af umb. 200 löndum

http://en.wikipedia.org/wiki/Iceland  Það er listi til hægri.



Svo það er rétt, við erum næstum ríkasta þjóð í heimi á eftir USA og Luxemburg, en USA telur íbúa eflaust ekki alveg rétt, stærri tala til að deila með minn framleiðsla á hvern. Luxemburg hænir að sér ríkt fólk og gefur því lága skatta og svo er þetta fólk eitthverstaðar annarstaðar að leika sér.

Fasteignir eru miklu minna skuldsettar hér en í öðrum vestrænum ríkjum.

Við erum best......

Johnny Bravo, 18.4.2008 kl. 19:22

2 Smámynd: besservissinn

mér finnst bara fáránlegt að tala um ríkidóm íslendinga per íbúa. Það skiptir engu máli hvað hver og einn er ríkur að meðaltali, ef það eru bara örfáir einstaklingar í heildina. Tölur per íbúa eru bara til þess gerðar að geta gert sanngjarnan samanburð, en segja ekki neitt til um það hversu stæð þjóðin er í raun til að takast á við vandamál á alþjóðlegan mælikvarða. Þar er það að sjálfsögðu heildartalan sem skiptir máli...

besservissinn, 18.4.2008 kl. 19:36

3 identicon

Ekki margar þjóðir með jafn há láglauna- og meðallaun. Ég vorkenni láglaunafólki í Bandaríkjunum.

Ekki er ESB í fyrsta eða öðru sæti lífsgæðalistans. Við og Norðmenn eigum að standa saman utan ESB og vera áfram leiðandi í lífsgæðum

Lífsgæði í ESB eru að meðaltali verri, þar eru 3 milljónir manna án heimilis. Orðinn þreyttur á vælinu í þjóðinni og þeirri ranghugmynd að allt sé betra á meginlandinu. 

Geiri (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 21:46

4 Smámynd: besservissinn

þar er ég þér fullkomlega sammála. Fólk virðist ekki gera sér grein fyrir því hversu gott við höfum það á Íslandi.

Það er samt ekki hægt að setja það í samhengi við hvort krónan lifi af mikið lengur. Það er bara allt annað mál. Þessvegna líka asnalegt að tala um að það skipti nokkru einasta máli hvort Ísland sé ríkasta land í heimi per íbúa eða að lífsgæðin á íslandi séu einna mest fyrir það hvort skipta eigi um gjaldmiðil. Þetta eru bara tveir ótengdir hlutir ...

besservissinn, 18.4.2008 kl. 21:54

5 identicon

En lífsgæði okkar gætu versnað á mörgum sviðum við ESB inngöngu.

 En hinsvegar sé ég ekkert að því að taka upp annan gjaldmiðil. En við eigum að fjalla um þetta á víðara sviði en ESB eða ekki ESB.

 Ég sting upp á að við tökum upp t.d. kanadíska dollarann.

Geiri (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 03:55

6 Smámynd: besservissinn

haha kanadíska dollarann!? jáh, það er kannski alveg jafn góð hugmynd eins og að taka upp svissneskan franska eins og sumir vilja gera, enda ágætis stöðugleiki á kanadíska dollaranum.

Held að innganga í ESB og uppitaka evru sé eini raunverulegi möguleikinn í að skipta um gjaldmiðil á Íslandi, einfaldlega vegna stærðar og stöðugleika evrunnar. Það eru náttúrulega bara vangaveltur að líf á Íslandi þurfi endilega að breytast mikið við inngöngu í ESB. Menn þurfa einfaldlega að ganga að samningaborðinu fyrst til að freista þess að fá inngöngu án töluverðra breytinga t.d. á fiskveiðilögsögu o.s.frv áður en að menn ákveða að það sé ekki hægt ...  

besservissinn, 19.4.2008 kl. 11:14

7 identicon

"Held að innganga í ESB og uppitaka evru sé eini raunverulegi möguleikinn í að skipta um gjaldmiðil á Íslandi"

Þetta segja bara ESB sinnar sem horfa á heiminn í gegnum Evrópsk gleraugu :)

Ertu að segja að Evran sé eini stóri gjaldmiðillinn sem á eftir að standa sig? Nú segja sérfræðingar að síðar á þessari öld munu hugsanlega þrír stórir gjaldmiðlar ná til meirihluta landa. Af hverju þurfum við að fylgja endilega Evrópu? Landfræðilega erum við alveg eins hluti af Ameríku. Svo held ég að í dag séu þeir svona með Evruna bara til þess að lokka lönd inn í ríkið, þegar það lokast og verður orðið formlegt ríki eftir svona 15-20 ár þá mun Evran líklega verða eins og dollrinn og öðrum ríkjum leyft að taka hana upp.

Ef eina leiðin til þess að skipta um gjaldmiðil er að ganga í heimsveldi í myndun... þá nei takk. Ég fíla að vera hluti af lítilli sjálfstæðri þjóð. 

Geiri (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 12:31

8 Smámynd: besservissinn

"Þetta segja bara ESB sinnar sem horfa á heiminn í gegnum Evrópsk gleraugu :)"

haha, kannski, en það sem ég átti í alvöru við með setningunni var að EF það á að skipta um gjaldmiðil held ég að evran sé eins og staðan er núna eini raunhæfi kosturinn. Dollarinn er í dag ónýtur gjaldmiðill og það þarf mikið að breytast áður en að það væri rökrétt að taka hann upp. Evran er hinn stóri gjaldmiðillinn, en ég veit ekki hver sá þriðji er eða ætti að vera svo það erfitt að ætla að taka hann upp.

Hitt er annað mál að maður er svosem ekkert sannfærður um að tími krónunnar sé liðinn....en miðað við það alþjóðasamfélag sem ísland er orðið, þá fer kannski að líða að því að gjaldmiðillinn þurfi líka að verða alþjóðlegur... 

besservissinn, 19.4.2008 kl. 12:37

9 identicon

En já ég held að við munum hvort sem er aldrei taka upp Bandaríska dollarann vegna þess að þeir eru svo óvinsælir og með sín Amerísku merki á seðlunum, frekar þá aðra útgáfu. Við gætum jafnvel fengið okkur eigin dollara eins og önnur lönd og kannski tengt hann svo við annan dollara. Það er margt í boði.

En já ég er tilbúinn í að skoða þetta allt sko... ég bara óttast þá sem halda að heimsendir sé handan við hornið og vilja stökkva inn í ESB á stuttum tíma. Svo er líka sagt að við þurfum hvort sem er að leysa núverandi vandamál til þess að fá að ganga í ESB, er þá ekki aðal ástæðan horfin áður en maður fer inn? :)

Geiri (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 14:04

10 Smámynd: besservissinn

já það er líka nákvæmlega málið, það má alls ekki reyna að gera þetta of hratt. Þessvegna ætti að byrja að skoða þetta strax, eins og menn hafa bent á, til að geta haft þetta í bakhöndinni [s.s. að skipta yfir í evru] ef svo ólíklega vill til að það reynist allt í einu nauðsynlegt...

besservissinn, 19.4.2008 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

besservissinn

Höfundur

besservissinn
besservissinn
veit allt um ekkert, eða ekkert um allt
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband