eðlilega...

...fær þessi torrent deilari sekt. Enda er þetta eini rétti einstaklingurinn til að fara í mál við, frekar en hýsanda heimasíðunnar eða sækjendur torrenta. Það er klárlega hægt að líkja þessu við þjófinn sem dreifir og gefur þýfið - og jafnvel lýgur því til að hann hafi leyfi til að dreifa því eins og í tilviki torrent.is deilenda. Það virðist vera einhver alvarlegur misskilningur hjá fólki í dag, t.d. eins og notendum hjá torrent.is, að þeir séu eitthvað lagalega hultir af því að torrent.is er það. Það er ekki á neinu gráu svæði að dreifa skrám sem fólk hefur ekki leyfi til að dreifa á torrent mátann, það er bara algjörlega ólöglegt. Enn verra er þegar fólk tekur dvd myndirnar sínar, eða þær sem það tekur á leigu útí búð, rippar þær og setur á torrent síður eins og t.d. thevikingbay - það stendur alveg svart á hvítu á þeim dvd myndum að dreifing sé bönnuð, meðan það er kannski ekki alveg ljóst með annað efni sem þú t.d. færð frá einhverjum öðrum torrent síðum. Það er líka eitt að fá afrit af stolinni mynd og afrita hana áfram til fólks - en annað að vera sá sem stelur myndinni, og afrita hana til fólks sem jafnvel heldur að það sé að fá löglegt afrit í hendurnar.

Það virðist allavega vera að margir geri sér ekki grein fyrir því að deiling á höfundarréttarvörðu efni án leyfis til að dreifa því er fullkomlega ólögleg. Væri farið í mál við svoleiðis deilara myndi það mál án nokkurs efa vinnast eins og sannast með þessu sænska dæmi.

Að mínu mati gildir hinsvegar alls ekki það sama um þá sem einungis sækja efni á t.d. torrent.is og setja ekkert efni í leyfisleysi þar inn. Mér finnst það vera meira eins og að taka á móti þýfi sem einhver gefur þér, haldandi að það sé ekki þýfi.

Svo finnst mér torrent síðurnar sjálfar, eins og þá sérstaklega torrent.is með sína skotheldu skilmála, vera fullkomlega löglegar. Að fara í mál við torrent.is er, eins og oft hefur verið talað um, bara eins og að fara í mál við umsjónarmenn kolaportsins fyrir að hýsa aðila sem eru í óþökk kolaportsins að gefa þýfi.

Deiling höfundarréttarvarins efnis í leyfisleysi er hinsvegar ólögleg....


mbl.is Svíi sektaður fyrir að dreifa bíómyndum á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það reyndar stendur ekkert hvaða aðferð var notuð við dreifingu, hvort það var torrent eða eitthvað annað. Kannski var hann með FTP server.

Björn (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 23:58

2 Smámynd: besservissinn

já það er rétt.  jæja þar fóru forsendurnar fyrir færslunni.  Hér er sagt frá því að viðkomandi hafi notað DC, svo það er svoldið annað mál. Því má þá eiginlega frekar líkja við að opna hurðina að húsi sínu, fullu af dóti sem aðrir eiga, og leyfa hverjum sem er að taka ókeypis.

besservissinn, 6.5.2008 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

besservissinn

Höfundur

besservissinn
besservissinn
veit allt um ekkert, eða ekkert um allt
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband