Færsluflokkur: Bloggar

röng fyrirsögn

hvernig væri nú að mbl færi að hætta að taka allar sögusagnir sem líta dagsins ljós og setji þær fram sem staðreyndir í fyrirsögn frétta. Þó það komi að vísu skýrt fram í fréttinni að aðeins sé um fullyrðingu einhvers spænsks dagblaðs að ræða þá afsakar það ekki að fyrirsögnin segi beinlínis að um staðreynd sé að ræða. Það er bara svo langt frá því öruggt að það sé nokkurt einasta sannleikskorn í þessari spænsku frétt, að það er bara vottur að slúðurblaðamennsku að dreifa þessari frétt eitthvað frekar. Spænskir fjölmiðlar hafa verið uppvísir að ljúga sumar fréttir upp frá A til Ö, og ekki stóðst nú mikið af því sem þeir sögðu kringum fríið í spænsku deildinni þar sem Rijkaard og Ronaldinho áttu báðir að fara frá liðinu. Það er því í fyrsta lagi lélegt af mbl að pikka svona fréttir upp og dreifa þeim, en svo bara hreint og beint ófagmannlegt af þeim að láta í ljós að þetta slúður sé sannleikur í fyrirsögninni. Maður þarf að skoða alla fréttina til að komast að því að þessi frétt er í raun og veru engin frétt. Þetta er langt í frá eina dæmið um svona vitleysu, og líklega ekki það síðasta - en þó vonandi!
mbl.is Barcelona vill fá Wenger
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

gott og slæmt...

það er svosem ágætt að þetta mál fái umfjöllun í stað þess að vera vísað frá, þó það sé vissulega slæmt fyrir istorrent að þurfa að standa lengur í þessum málum og eyða meiri pening í þetta.

Að mínu viti er alveg klárt mál að torrent.is síðan var lögleg. Síðan sem slík var lögleg! Það voru eflaust hinsvegar þeir fjöldamörgu notendur hennar sem gerðust sekir um það í sí og æ að brjóta höfundarréttarlög með því að setja þar inn efni án heimildar höfundar og brutu þar með um leið skilmála síðunnar. Þessa skilmála þurfti hver og einn notandi að samþykkja áður en hann varð fullgildur sem notandi, og þar stóð skírt að óleyfilegt væri að dreyfa höfundarréttarvörðu efni nema með leyfi höfundar. Notendur væru ábyrgir fyrir að fylgja þessum skilmálum, en ef upp kæmist að þeir væru brotnir þá yrði viðkomandi bannaður.

Ég skil því ekki þessa vitleysu að fara á eftir heimasíðunni, í stað þess að ráðast beint á þá sem virkilega eru að gera eitthvað af sér, þá notendur sem settu efni þar inn í leyfisleysi. Nei, þegar torrent.is lokaði fóru þessir sömu notendur og dreifðu sínu efni á síðum eins og thevikingbay alveg eins og þeir gerðu áður - og þessi fáránlega málsókn SMÁÍS áorkaði nákvæmlega engu nema því að vera ljótt publicity stunt og hræðsluáróður eins og hann gerist verstur.

Verði góð síða eins og torrent.is bönnuð er það klárlega skerðing á persónufrelsi, og svo sannarlega stórt skref í átt að kommúnisma. Burtséð frá því hvað SMÁÍS lætur fólk halda þá eru mjög margir sem notuðu torrent.is sem vettvang fyrir löglega dreifingu efnis. Hafa t.d. tónlistarmenn notað síðuna til að kynna sitt efni. Að síðu sé lokað af því notendur hennar geti ekki farið að reglum síðunnar er alveg nákvæmlega jafn fáránlegt eins og að loka miklubrautinni því þar keyra 95% af bílum yfir hámarkshraða.

Þessi istorrent málsókn hefur því einungis breytt málum þannig að í staðinn fyrir að reka vefinn fyrir dagsljósinu, er sami vettvangur farinn á bakvið tjöldin þar sem lögin eiga ekki lengur við - svipað og ef boxið yrði bannað á íslandi, en myndi halda áfram bakvið tjöldin í "fight-club" style.

Held að flestum ætti því að vera ljóst að það sé eitt orð sem eigi best við um SMÁÍS, og það er heimska. Þeirra málstaður á klárlega rétt á sér, en heimskari leið til að ná sínu fram er tæpast til. Ég vorkenni þeim höfundum sem þurfa að treysta á SMÁÍS til að verja þeirra höfundarverk, enda kom það best í ljós þegar Páll Óskar Hjálmtýrsson sendi inn sjálfur kvörtun til torrent.is, að hann treysti ekki þessum moðhausum í SMÁÍS til að fara með sín mál...


mbl.is Máli gegn Istorrent ekki vísað frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

eitt meiriháttar samsæri...

ef þeir eru sekir um eitthvað þessir menn þá er það sennilega ekki fyrir að vera ábyrgir fyrir árásunum 11 sept. Fyrir mér, sem verkfræðimenntuðum manni, er það alveg ljóst að það voru t.d. ekki flugvélarnar einar og sér sem grönduðu turnunum 2. Þeir voru hannaðir til að standast marga árekstra við flugvélar í svipaðri stærð og lentu á turnunum 11 sept. Flestir hafa getað sætt sig við að þeir hafi fallið því eldsneytið úr flugvélunum hafi brunnið á svo gríðarháum hita að það hafi brætt eða veikt stálið þannig þeir féllu til jarðar. Hinsvegar er ljóst að eldsneytið úr vélunum brann upp á fyrstu sekúndum árekstranna, og hitinn eftir það hafi einungis verið frá bruna blaða og annars skrifstofubúnaðs, sem brenna við lágan hita.  Enda  var hitinn ekki meiri en það  að slökkviliðsmenn gátu unnið við að slökkva eld á þeim hæðum sem flugvélarnar lentu, um það bil sem turnarnir féllu. Jafnvel þó hæðarnar í kringum áreksturinn hefðu fallið saman, þannig að efri hluti bygginganna hafi fallið á hæðarnar fyrir neðan í free-fall hraða, þá hefur verið sýnt fram á það með klassískri eðlisfræði að enn væri skortur á orku til að hæðarnar fyrir neðan féllu við þetta saman. Óskiljanlegt er ennfremur hvernig byggingin sem heild gat fallið niður á free-fall hraða, eða á um 10 sek, eins og hæðarnar fyrir neðan gæfu enga mótstöðu (þegar þær ættu í raun að gefa það mikla mótstöðu að hrunið myndi stoppa). Til að byggingarnar hefðu mátt falla niður eins og þær gerðu, saman í eigin grunn án mótstöðu eins og byggingar hefðu verið sprengdar niður af atvinnumönnum, hefði þurft að sprengja (skera sundur á ská með sprengju) flesta ef ekki alla uppistöðubitana sem voru staðsettir í miðjum byggingunum á mörgum hæðum. Ég tel alveg ljóst að svo hafi verið gert, en hverjir stóðu að baki því skal ég ekki segja. Kannski voru það "al-qaeda" að verki bakvið tjöldin,  kannski eigandi byggingarinnar (sem var ný búinn að leigja turnana og kaupa tryggingu uppá nokkra miljarða dollara) eða kannski var það bush-stjórnin að búa til ástæðu til að fara í stríð. Ef einhver hefur horft á Fahrenheit 911, þar sem bent var á þau sterku tengsl Bush við osama bin-laden eða al-qaeda, þá myndi hann kannski fyrst giska á síðustu uppástunguna...

Ég er ekki mikið fyrir samsæriskenningar, þær tvær sem ég álít líklegar eru morðið á JFK og þessi hér fyrir ofan. Það er eflaust hægt að finna rökstuðning bæði með og á móti þessu samsæri, bæði fyrirfinnst á youtube sem ég mæli með að fólk kynni sér...


mbl.is Sex verði ákærðir fyrir árásirnar 11. september
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ekkert nýtt

þetta er örugglega að nálgast hundraðasta skiptið sem einhver kemur þeirri sögusögn af stað að leikurinn sé að verða tilbúinn, en ávallt svara 3Drealms með "When it's ready" og vilja þannig undirstrika að þeir séu ekki undir pressu frá neinum að koma leiknum út á markaðinn. Reyndar hefur það nokkrum sinnum gerst að hin virta síða amazon.com hefur byrjað að taka við forpöntunum á leikinn sem að þeirra sögn sé alveg að koma út. Svarið frá 3Drealms er alltaf eins, ef yfirlýsingin er ekki frá þeim sjálfum um að leikurinn sé klár þá er það bara hrein og bein lygi.  Enda virðist vera að þeir nái að halda öllum upplýsingum um leikinn fyrir sig, því allan þennan tíma hefur ekki komið upp neinn einasti leki á efni úr leiknum svo ég muni eftir, þar sem trailerarnir og þau skjáskot úr leiknum hafa komið formlega frá 3Drealms. 

Það er í raun alveg merkilegt hversu lengi þeir geta leyft sér að leika sér við þróunina á þessum leik. Maður hefði haldið að kostnaðurinn við þetta væri orðinn hreint og beint svakalegur, en e.t.v. er um tiltölulega fáa starfsmenn að ræða, sem geta sennilega enn lifað á því sem þeir græddu á Duke Nukem fyrir 11 árum. Þeir hafa jú sagt að þeir ætli að búa til hinn fullkomna tölvuleik, en tíminn sem hefur farið í þetta hefur gert það að verkum að leikjavélarnar sem þeir hafa notað hafa úrelst á þróunartímabilinu. Þegar þeir breyta um leikjavél er mikill hluti, ef ekki meirihluti, af kláraðri vinnu horfinn. Þetta hafa þeir gert nokkrum sinnum, byrjuðu á Quake 2 leikjavélinni, svo Unreal, og Unreal 2, og eru núna nánast að vinna með sína eigin leikjavél sem byggð er á Unreal 2 leikjavélinni. Þeir hafa líka gefið það út að leikjavélinni verði ekki svissað út aftur og sú sem er núna verði notuð í lokaútgáfunni. Það mætti því eflaust búast við því að einhverntíman innan næstu 3 ára komi umsvifalaus yfirlýsing þess efnis að leikurinn sé tilbúinn, en eftir það fer leikjavélin líklega að renna sitt síðasta skeið enn á ný.

Um jólin síðustu kom út trailer fyrir Duke nukem forever, sem upprunalega var aðeins gerður fyrir jólaparty starfsmannanna en ákveðið seinna að gefa út fyrir almenning, og hægt er að horfa á hérna fyrir neðan. Held það sé ekki hægt að segja annað en að tónlistin og fílingurinn í þessum trailer sé svo sannarlega í stíl Duke Nukem, sér í lagi one-linerinn þarna í endann. Það er ekki frá því að manni hlakki bara til...


mbl.is Vitleysan heldur áfram hjá Duke
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misnotkun, ekki endilega ofneysla...

Þetta er óþörf fullyrðing af hálfu mbl. Það er tekið fram að hann hafi dáið fyrst og fremst vegna samlegðaráhrifa ólíkra lyfja, sem þýðir alls ekki að hann hafi tekið þessi lyf inn í of miklu magni. Fólk hefur eflaust oft látist vegna inntöku tveggja lyfja í hóflegu magni, sem mynda saman efni sem er eitrað í einhverjum skilningi. Þannig er erfitt að skilja þessa niðurstöðu öðruvísi en svo að þetta hafi verið óvart, því ég held að risaskammtur af einhverjum efnum sé mun sjálfsagðari leið til sjálfmorðs en samlegðaráhrif mismunandi efna. Þetta var hinsvegar klárlega gróf misnotkun á lyfjum, og hann hefði svosem alveg getað sagt sjálfum sér það að þetta gæti gerst, því mörg lyf eru einmitt lyfseðilskyld vegna áhættu á samlegðaráhrifum eins og þessum.

 Mér finnst reyndar líka mjög asnalegt að segja að hann hafi látist af slysförum, sem gefur í skyn að hann hafi dáið með því að reka hausinn í eða eitthvað álíka og fjölskyldan hans hafði haldið fram. Vona þannig að þess verði minnst að hann hafi dáið af misnotkun lyfja, en alls ekki slysförum, til að verða öðrum víti til varnaðar.


mbl.is Heath Ledger lést af ofskammti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

sekúndubrot?

þó að strangt til tekið sé sekúndubrot einhver óákveðinn hluti úr sekúndu þá hefur nú tíðkast að þegar sekúndubrot er notað um ákveðið hlutfall úr sekúndu sé það 1/100 úr sek en ekki 1/10 úr sek eins og moggamenn vilja meina í þessari frétt, og reyndar í formúlufréttum undanfarinna ára. Að sekúndubrot eigi við um 1/100 úr sek á sér e.t.v. uppruna í því að flestar skeiðklukkur sýndu 2 aukastafi, þ.e. hafa upplausn uppá 1/100 úr sek. Upplausn í tímamælingum í formúlu 1 er 1/1000 úr sek, svo það hefði verið skiljanlegra ef moggamenn hefðu ákveðið að nota það um sekúndubrot, svo að nota sekúndubrot yfir 1/10 úr sek hlýtur bara að vera misskilningur af þeirra hálfu.

 Raikkonen virðist ætla að vera sjóðandi heitur fyrir næsta tímabil. Maður trúir varla þessum tímum sem maðurinn er að ná á þessari braut, hreint ótrúlegt. Að því að ég best gat skilið þá var hann að herma kappakstur, s.s. keyrði brautina eins um keppni hefði verið að ræða með bensínhléum og alles, en ekki á tómum bíl að taka tímatökuhringi. Besti tíminn í einstökum hring var þannig 1:30:455, en til að setja þetta í samhengi var besti tíminn í kappakstrinum í fyrra 1:34.067, eða nálægt 3.5 sek hægari en nú, og besti tíminn í öllum þremur lotum tímatökunnar í fyrra var 1:31.359, eða rúmlega 0.9 sek hægari en núna.

 Af hverju er þetta merkilegt? Fyrir það fyrsta er búið að banna öll  "driver-aid" með því að  samræma rafeindastýringu bílanna, þannig að nú er engin gripstýring sem gerir hlutina t.d. mjög erfiða þegar koma á 900 hestöflum niður í malbikið þegar bílarnir koma úr beyjum. Í öðru lagi hefur vélin heldur ekkert breyst þannig það er ekki aukið afl sem skýrir þetta.

Ég man að í fyrra þá æfði ferrari líka á þessari braut líkt og núna, og þrátt fyrir að setja góða tíma þá voru tímarnir í keppninni sjálfri mánuði seinna töluvert betri, sem er eðlilegt ef tekið er mið af því að veggripið eykst vanalega um keppnishelgar þegar gúmmíið er búið að setjast. Þar að auki var töluvert um bilanir í þessari sömu æfingu í fyrra, en ekkert svoleiðis virðist hafa komið uppá núna.

Maður veltir fyrir sér hvort ferrari hafi ekki verið að sýna rétt andlit í undanförnum bílprófunum með öðrum liðum, þar sem þeir voru ekkert mjög svo sannfærandi.  


mbl.is Räikkönen í öðru sólkerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

besservissinn

Höfundur

besservissinn
besservissinn
veit allt um ekkert, eða ekkert um allt
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband