eina rétta í stöðunni...taka upp DOLLAR

Ég vona virkilega að stjórnvöld ætli að fara þessa leið, þ.e. einhliða upptöku annars gjaldmiðils. Geir hefur nú oft haft á orði varðandi evru-umræðu að það myndi vera skynsamlegra að taka upp dollara því íslendingar eigi meiri viðskipti í dollurum en evrum, svo ekki sé minnst á pólitíska áhættu þess að taka einhliða upp evru í óþökk við evrópusambandið.

Í því samhengi skil ég þá ekki hvað ríkisstjórnin er að pæla í einhverju risaláni IMF & co, sem er bara gerð til þess að halda þessari ömurlega gjaldmiðli, krónunni á lífi. Já, Davíð Oddson getur bara haldið kjafti ef hann les þetta - það þarf ekkert að uppnefna mig fyrir að tala illa um krónuna, hún á það nefnilega alveg skilið.... það er nú einu sinni krónan sem er aðalsökudólgurinn í hvernig komið er fyrir Íslandi núna, jafnvel þó þessir hrokagikkir sem hafa stjórnað þessu landi vilji ekki viðurkenna það.

Upptaka dollara t.d. myndi nánast leysa flest ef ekki öll núverandi vandamál Íslands, þó svo það myndi valda nokkrum öðrum auðleystari vandamálum í staðinn.

Peningamálastefnan er instrumental í því að leysa vandamál Íslands - en það liggur í augum uppi að ef einungis á að halda áfram ótrauð á sömu braut þá er ekki verið að leysa nein vandamál, í besta falli fresta þeim til seinni tíma. Fyrsta verkið í að breyta um stefnu er að skipta um seðlabankann, óháð því hvort stjórn hans hafi gert vitleysur í fortíðinni (sem hún hefur augljóslega gert). Það eitt að ríkisstjórnin sé vanfær um að skipta um Seðlabankann sýnir að hún er um leið vanfær um að koma Íslandi á réttan og góðan farveg.


mbl.is Einhliða upptaka evru tæki 4 vikur og kostaði 80 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann

Ef fyrirsjáanlegt Dengisfall dollarans er það sem menn eru hræddastir við þá vil ég benda á það að við værum búin að taka Dollarann upp þegar hann félli myndi útflutningsverðmæti til Evrópu aukast en standa í stað til Ameríku. Þá myndum við draga úr innkaupum frá Evrópu og kaupa meira frá Ameríku. Ef Dollarinn aftur á móti styrkist gagnvart Evru þá verður ódýrara að kaupa frá Evrópu.

Tökum upp dollarann frá og með 1. janúar 2009!

Jóhann, 5.12.2008 kl. 12:40

2 Smámynd: Jóhann

Gleymdi einu, til að brengla ekki verðskyn Íslendinga of mikið mætti taka US$ upp á genginu 100, þ.e.a.s. ríkið kaupir allar krónur fyrir eitt sent á krónuna. Værum þá að gera eins og árið 1981 þegar tvö núll voru tekin aftan af. Við erum semsagt vön.

Jóhann, 5.12.2008 kl. 12:44

3 Smámynd: besservissinn

Ég vona að menn nýti tækifærið núna og skipti um gjaldmiðil ef taka á tvö núll aftan af eins og áður, í staðinn fyrir að ganga inn sömu hringavitleysuna aftur þar sem eftir x mörg ár þarf aftur að taka einhver núll aftur af... Það er nóg komið að vitleysunni!

Hættum tilgangslausri umræðu um evrópusambandsaðild (þó það sé allt í góðu að athuga skilyrði, kosti og galla fyrir svoleiðis aðild - eins og löngu hefði átt að vera búið að kanna) og tökum upp dollarann, Já - frá og með 1. janúar 2009!

besservissinn, 5.12.2008 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

besservissinn

Höfundur

besservissinn
besservissinn
veit allt um ekkert, eða ekkert um allt
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband