29.11.2008 | 18:12
s.s. foreldrar bera ekki ábyrgð á börnunum sínum?
Með þessu er ágætur forsætisráðherra augljóslega að segja að hann telji að engin ábyrgð fylgi því að vera forsætisráðherra (já eða fjármálaráðherra þar á undan). Hann ætti þá að lækka launin, ótímabundið og afturvirkt, hjá sjálfum sér því það hafa ekki verið neinar forsendur fyrir þeim.
Að segja að hann eða aðrir ráðherrar, og þá sérstaklega sjálfstæðisflokks-megin, séu ekki ábyrgir fyrir þessu er alveg sama og segja að foreldrar séu ekki ábyrgir fyrir gerðum barna sinna.s.s. Ég get ekki tekið ábyrgð á framferði bankamanna." = "Ég get ekki tekið ábyrgð á því að börnin mín séu illa uppalin". Þetta er alveg hliðstætt. Stjórnvöld hafa augljóslega ekki stjórnað á Íslandi ef bankarnir fá að komast upp með að setja þjóðina á hausinn, svo gott sem, og þá ættu stjórnvöld að segja af sér hið fyrsta til að hleypa að öðrum sem ráða við að stjórna "óþægu bönkunum".
Börn sem fá að komast upp með að vera óþæg eru vanalega illa upp alin. Hlutverk stjórnvaldsins hlýtur að vera að gera "börnunum" ljóst hvað þau komast upp með að gera og hvað ekki. Ef barn foreldis kveikir í húsi foreldra sinna (já og/eða nágranna sinna um leið), þá þurfa foreldrarnir ekki bara að borga skaðann, heldur þurfa þeir að fara í ítarlega sjálfskoðun á því hvar þeim hafi mistekist í uppeldinu (ekki hvort, því það er augljóst að eitthvað hafði misfarist í uppeldinu). Mér langar ekki að trúa því að sumir foreldrar hefðu einfaldlega kennt börnunum sínum alfarið um eigin brjálæði, og ætlast til að þau borgðuðu sjálf brúsann (ásamt yngri alsaklausum systkinum sínum). Í tilviki stjórnvaldsins finnst mér augljóst að foreldrinu hefði átt að vera ljóst að börnin hefðu verið að leika sér með eld í kringum húsið og hús nágrannanna. Áhyggjur nágrannanna af þessari hegðun var alltaf svarað þannig að þetta væri nú bara lítill eldur, hann væri ekki nóg til að kveikja í einu né neinu, það væri alveg fullkomlega öruggt. En svo kom smá vindur, og eldurinn teygði úr sér þannig það kviknaði í rusli fyrir neðan húsið. Börnin kölluðu á hjálp foreldranna sem, án þess að ráðfæra sig við kóng eða prest eða slökkvlið um hvernig best væri að slökkva eldinn, ákváðu að sjálfsdáðum að reyna að slökkva eldinn með því að hella úr vodkaflöskunum sem þau voru að sötra af, jafnvel þó börnin þeirra, sem höfðu leikið sér með eld lengi og vissu alveg hvað var eldfimt og hvað ekki, grátbáðu þau um að gera það einhvernveginn öðruvísi, eins og t.d. að ná í brunatækið sem foreldrarnir höfðu fjárfest í, og slökkva eldinn þannig. Það vita allir hvernig fór, í stað þess að slökkva hann æstu foreldrarnir bara eldinn upp með áfenginu þannig að nú kviknaði í húsinu. Þar sem vindurinn var óhagstæður kviknaði í húsi nágrannanna um leið, sem voru þó undir þetta búin vegna fiktsins í krökkum nágrannanna og slökktu eldinn áður en hann olli varanlegum skemmdum. Nú þar sem hús foreldranna var í ljósum logum sáu þeir að ekkert minna en stóra garðslangan þeirra myndi duga á þennan eld. Þeim tókst fljótlega að slökkva eldinn þar sem hann átti upptök sín með því að sprauta kröftugri vatnsgusu á eldinn, en vegna reynsluleysis foreldranna við slökkvistörf þá vildi nú bara ekki betur til en það að við það kviknaði í þakinu og öðru herbergi um leið þannig að í stað þess að eldur væri aðeins í hluta hússins var restin að húsinu nú alelda. Þá var slökkviliðið kallað á vettvang, en áður en þeim tókst að byrja að slökkva eldinn stöðvuðu nágrannarnir þá og vildu fá staðfest að foreldrarnir myndu borga skemmdina á grindverkinu og húsinu sínu. Nei, foreldrarnir héldu nú síður. Þeir hefðu nú alveg nóg með að borga skemmdirnar á þeirra eigin húsi, þó þau færu ekki að borga þær skemmdir sem hefðu orðið á húsi nágrannanna - jafnvel þó svo hefði verið samið um í samningi húseigendafélags götunnar sem húsin voru við. Næstu mínútur fóru í rifrildi milli foreldranna og nágranna, og á meðan var eldinum leyft að krauma. Þegar foreldrarnir sáu að ef slökkviliðið byrjaði ekki að sprauta á húsið myndi það alveg eyðileggjast gáfu þau eftir, og lofðuðu að borga það sem húseigendafélagsamningurinn kvað uppá. Nágrannarnir sættu sig við það, en þurftu samt að borga innanhússkemmdir og lána foreldrunum fyrir utanhússkemmdunum þangað til þeir hefðu efni á að borga. Þá var loks hægt að hefja slökkvistarfið, og það gekk ágætlega, svona fyrir utan það að foreldrarnir voru alltaf að vesenast með garðslönguna sína inn á milli slökkviliðsins - hvort sem það hjálpaði til við slökkvistörfin eða ekki.
Og hvað gerist næst? Barnaverndaryfirvöld taka börnin af foreldrunum og koma þeim á fósturheimili. Nágrannarnir og önnur vitni hafa kvittað uppá að börnin hafi verið að leika sér með eld lengi við húsið án þess að fá nokkuð tiltal foreldranna, heldur þvert á móti hrós fyrir að vera dugleg að leika sér. Foreldrarnir vilja náttúrulega ekkert kannast við þessar ásakanir og ásaka bara börnin sín á móti fyrir að hafa logið af sér - þau hafi verið með zippo kveikjara en ekki venjulegan kveikjara eins og þeir héldu.
Nei, foreldrarnir geta ekkert tekið ábyrgð á því sem börnin þeirra gera, jafnvel þó foreldrarnir hafi alveg gúdderað það sem þau tóku sér fyrir hendur...
Geir: Tel mig ekki persónulega ábyrgan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
besservissinn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
einmitt. Það er hægt að horfa á þetta frá mörgum sjónarhornum - hegðun og afstaða Geirs er alltaf jafn heimskuleg og hrokafull.
Ég gleymdi reyndar að taka það fram að ég hafi kosið sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum, og þá sérstaklega útaf Geir H. Haarde sem ég hafði mikla trú á. Ég vill kosningar eins fljótt og auðið er til að leiðrétta mín afdrifaríku mistök...
Davíð fór mikið í taugarnar á mér í kringum yfirtökuna á Glitni, en Geir hefur tekið við því hlutverki...hann á þó að teljast fær í sínu hlutverki með sína menntun. Fyrir utan Agnesi Bragadóttur er því enginn maður á Íslandi sem ég þoli jafn illa og Geir í dag...
besservissinn, 30.11.2008 kl. 11:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.