sorglegt...

Það er svosem ekkert nýtt í þessari frétt nema það að Barrichello er nú búinn að uppljóstra um það að í Bandaríska kappakstrinum 2005 hafi hann verið "beðinn um" að víkja fyrir Sjúma. Fyrir mér eru það hinsvegar stórar og hræðilegar fréttir. Þetta átti víst að vera dropinn sem fyllti mælinn hjá Barrichello, enda var Sjúmi langt frá því að vera í einhverri titilbaráttu frekar en Barrichello eða Ferrari til þess að gera og því nákvæmlega engin rökrétt ástæða á bakvið þessa beiðni. Það var eitt að Barrichello skyldi víkja fyrir honum 2002, því þá var Sjúmi augljóslega í baráttu um titilinn og 2 stig geta virkilega skipt sköpum þegar uppi er staðið, sbr. t.d. við keppnina árið eftir 2003 eða bara árið í fyrra. En ekki nóg með að þessi beiðni hafi verið óþörf, hún var virkilega líka bönnuð, því jú þó þetta hafi kannski ekki verið liðsskipun þá var þetta klárlega ekki í anda reglunnar að biðja Barrichello um að hægja á sér.

Ég man alveg eftir þessum hrútleiðinlega 6 bíla kappakstri sem var í raun bara keppni milli Sjúma og Barrichello. Ég hef samt staðið í þeirri merkingu að Sjúmi hafi einfaldlega haft eitthvað örlítið edge á Barrichello og unnið þannig. Það getur svosem velverið að í alvörunni hafi það verið þannig, og Barrichello hafi ekkert ætlað að fara eftir þessari beiðni - en að beiðnin hafi yfirhöfuð átt sér stað eru mikil vonbrigði með mitt lið og ég fordæmi alla svoleiðis hegðun afdráttarlaust, jafnvel þó að það séu góðar ástæður fyrir því eins og 2002.

 Ef að þetta virkilega var málið, að Barrichello hafi verið beðinn um að hægja á sér eins og hann segir, þá skil ég hann líka alveg fullkomlega fyrir að vilja ekki vera þarna lengur - svona ótrúleg vanvirðing hefði sennilega fyllt mælinn hjá hverjum sem er....

Ég hef samt ekki trú á að núverandi stjórn Ferrari, með Todt kominn í burtu, muni láta nokkuð svona eiga sér stað. Domenicali virðist einfaldlega vera betri persóna en svo að hann verði með einhvern svona ógeðslegan skítshátt. Allavega þangað til að annað kemur í ljós hef ég mikla trú á að núverandi Ferrari stjórn sé fært um að ná góðum árangri án þess að haga sér óíþróttamannlega.

Svo er náttúrulega möguleikinn líka fyrir hendi að Barrichello sé að ljúga þessu og sé með þessu að reyna að vinna sjálfan sig upp í virðingu. Það verður gaman að sjá hvort og þá hvernig Ferrari svarar þessum ásökunum.... 


mbl.is Barrichello var ítrekað skipað að víkja fyrir Schumacher
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Þú segir þann möguleika fyrir hendi að Barrichello sé að skálda og með því reyna vinna sig upp í virðingu. Sé þetta lygi jafngildir það engu öðru en harakiri mannorðsins af hans hálfu.

Hann hefur akkúrat engar ástæður til að gera sig sekan um slíkt. Og ég held það sé full ástæða til að taka hann trúanlegan - Barrichello hefur aldrei sýnt annað en sjentilmennsku á ferlinum í orði og æði og virkað einkar trúverðugur.

Dellan í Austurríki 2002 var algjörlega óþörf. Schumacher var þá með vænt forskot í keppni ökuþóra og vertíðin vart nema hálfnuð. Ferrari viðurkenndi sekt sína  og fékk milljón dollara sekt eða svo. Og í framhaldinu voru liðsfyrirmæli stranglega bönnuð.

Fróðlegt verður að sjá hvort FIA aðhafist eitthvað í ljósi ummæla Barrichello.

Ágúst Ásgeirsson, 6.5.2008 kl. 18:29

2 Smámynd: besservissinn

Ég er alveg sammála þér um Barrichello, hann hefur alltaf komið vel fram og virkað mjög trúverðugur. Mér finnst það samt vera hroki að segja að sá möguleiki sé ekki einusinni fyrir hendi að þetta sé lygi, hversu lítill sem sá möguleiki er. Sé hann að ljúga hefur hann svosem ástæðu fyrir því; láta fólk halda að hann hafi verið betri ökumaður en Ferrari leit út fyrir að láta hann vera. 

En eins og ég sagði tel ég ákaflega litlar líkur á því að hann sé að ljúga - enda var og er ég ákaflega vonsvikinn að heyra hans frásögn frá Indianapolis 2005.

En já það verður gaman að sjá hvernig FIA aðhefst. Ef allt er eðlilegt verða einhverjir eftirmálar... 

besservissinn, 6.5.2008 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

besservissinn

Höfundur

besservissinn
besservissinn
veit allt um ekkert, eða ekkert um allt
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband