3.5.2008 | 14:47
veggskratti
"við blasa spár um hrun á eignum almennings, greiðslubyrði heimilanna margfaldast, gjaldþrot eru hafin í atvinnulífinu með tilheyrandi atvinnuleysi og hörmungum sem bitna á launafólki."
Þetta kallar maður nú að mála skrattann á vegginn. Jújú maður hefur misst trúna á ríkisstjórninni eftir aðgerðaleysið undanfarið - en þetta er nú einum of. Guðni virðist alfarið gleyma því að vandamálið er alþjóðlegt og ekki einangrað við Ísland. Auðvitað skiptir það máli! Erlendar sveiflur skila sér í stærri sveiflum á Íslandi einfaldlega vegna eðlis fjárfestinga hjá Íslendingum. Það var svosem alveg gefið mál.
Það er fullkomlega eðlilegt að verðbólga aukist á tímum sem þessum, í niðursveiflu. Það er hinsvegar ekki hægt að segja að það hafi verið eðlilegt að verðbólgan hafi verið jafn há og hún var í uppsveiflunni sem var þar á undan. Hvernig stendur á því að meðan krónan var sterk, úrvalsvísitölur hækkuðu, atvinnuleysi í lágmarki, og þar fram eftir götunum að þá hafi verið yfirhöfuð verðbólga í landinu og stýrivextir á stöðugri uppleið? Ég veit það eðlilega ekki, en finnst bara ekki hægt að segja neitt annað en að það sé fullkomlega óásættanlegt! Hvernig komið er fyrir verðbólgu og stýrivöxtum nú er því engan veginn hægt að kenna núverandi ríkisstjórn um, heldur mun frekar síðustu ríkisstjórnum. Guðni ætti því bara að segja sem minnst - hann var hluti þeirrar stjórnar sem á sökina á því að ástandið sé eins og það er.
Annars veit ég nú ekki hversu mikið allt er að fara til fjandans á Íslandi. Hlutirnir geta breyst fljótt. Lítil uppsveifla erlendis getur skilað sér í stórri uppsveiflu á Íslandi. Þetta er svolítill hræðsluáróður hjá Guðna, sem eflaust er gerður til að gera lítið úr núverandi stjórn. Minnir svolítið á taktík Hillary Clinton. Veit samt ekki hvort ég treysti Guðna eitthvað frekar til að grípa í taumana - hann þyrfti þá að byrja að koma meira með hugmyndir hvernig hann myndi gera það í staðinn fyrir að benda bara stöðugt á þeir séu "lausir".
Ég verð nú samt að viðurkenna - framsóknarflokkurinn virðist mun meira sannfærandi nú með Guðna í fararbroddi en hann hefur mjög lengi verið. Allavega meira sannfærandi en núverandi ríkisstjórn sem virðist bara vera til sýnis í þetta skiptið, eða VG sem er náttúrulega bara útúr kú...
Guðni: Það er runnin upp ögurstund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
besservissinn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þrátt fyrir að hinn frjálsi markaður sé nokkuð góður við að sveifla sér upp og niður þá hefur verið nokkur samtaða um það á alþjóða vettvangi að ríkisstjórnir og hið opinbera jafni þær verstu og bestu. Oftast til þess að samfélög haldist nokkuð stöðug og ekki komi til óþarfa ógnarástands.
Þegar ástand efnahagsmála verður eins og verið hefur undanfarið er ósköp eðlilegt og raunar þarft að stjórnarandsstaða komi með hugmyndir að lausnum. Vonandi fara hugmyndir framsóknarmanna í umræðunna. http://www.framsokn.is/framsokn/flokkurinn/fyrir_fjolmidla/frettir/?cat_id=8046&ew_0_a_id=303354.
Jón Finnbogason, 3.5.2008 kl. 16:38
"...þá hefur verið nokkur samtaða um það á alþjóða vettvangi að ríkisstjórnir og hið opinbera jafni þær verstu og bestu."
Þó þetta gildi kannski almennt er ekki þar með sagt að þetta gildi um Ísland. Við erum 10-1000 sinnum færri en þær þjóðir sem þetta kannski á við um - það skiptir miklu máli!
Þessar hugmyndir framsóknar eru af hinu góða og ég vona líka að þær komist betur í umræðuna en svo að maður verði eiginlega bara var við þau inná vef framsóknarflokksins....
besservissinn, 3.5.2008 kl. 17:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.