1.5.2008 | 11:02
heimskulegt og ábyrgðarlaust
Já þetta er nú meiri hræðsluáróðurinn hjá Clinton. Hún ætlar sér greinilega að reyna að vinna þessar kosningar með því að vekja upp hræðslu í fólki við alheimsástandið og gera þeim jafnframt grein fyrir því að hún sé langhæfasti einstaklingurinn til að ráða við svoleiðis vanda, væntanlega útaf reynslu eiginmannsins. Hún er nú þegar búin að auglýsa að hún verði við símann um miðja nótt þegar "börnin okkar eru sofandi" og eitthvað hræðilegt er að gerast í heiminum. Núna er hún búin að auglýsa hvað hún ætli að gera þegar Íran geri árás á Ísrael - gjörsamlega stúta Íran í staðinn, takk! Fyrir utan að vera áframhald á hræðsluáróðrinum hennar þá er þetta náttúrulega alveg einstaklega óábyrgt að segja svona opinberlega. Ummæli sem augljóslega er hægt að kvarta yfir, eins og Íranir eru búnir að gera. Það er eitt að hugsa hlutina og annað að auglýsa þá eins og þetta, þó ég haldi að flestir geri sér grein fyrir því að Ísrael er "off-limits" fyrir árás frá hvaða landi sem er vegna þess fárálega hlífiskjaldar sem Bandaríkjamenn halda yfir Ísrael. Ég hefði haldið að Bandaríkjamenn ættu frekar að velja sér forseta sem getur komið í veg fyrir árásir o.s.frv. í stað forseta sem virðist bara vera reiðubúinn í að svara árásum....
Kvarta undan Clinton | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
besservissinn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bíddu bíddu bíddu... við hverju býstu ? Hún var spurð hvað hún myndi gera ef Íranar myndu gera kjarnorkuárás á Ísrael... Hvað á hún þá að segja til að gera þig ánægðan ? Heimskan í bloggheimum er óendanleg.
Axel (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 12:54
það er rétt hjá þér, heimskan í bloggheimum er óendanleg.... takk fyrir að sýna fram á það með þessu commenti.
Hæfur stjórnmálamaður hefði snúið sig útúr spurningu eins og þessari, því auðvitað á ekki að svara svona spurningum. Breytir því ekki að þetta er bara hræðsluáróður í henni sem fjölmiðlar kynda undir meðan hún skvettir olíu á eldinn með því að svara með þessum hætti. Held það sé líka orðið deginum ljósara hversu valdsjúk manneskja þetta er - hún er reiðubúin að gera hvað sem er til þess að vinna þessa forkosningu, þegar óbeint búin að hræða bandarísk börn um að einhver myrði þau á næturnar og nú hræðir hún alheiminn með því að kynda undir hversu reiðubúin hún sé til að fara í kjarnorkustyrjöld.
Spurning hvernig þú skilgreinir heimsku. Kannski er það heimskt að geta ekki séð nema einn valmöguleika í stöðunni eins og þú gerir. Kannski er það heimskt að kalla annað fólk heimskt, eða í þínu tilfelli heilan hóp af fólki, og halda að það sé að málefnalegt....
besservissinn, 1.5.2008 kl. 13:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.