klúðrið væri að hætta við

þetta er einfaldlega alltof seint, og nú þegar verkefnið er komið á þennan veg yrði algjört klúður að hætta við. Ferlið þyrfti að byrja uppá nýtt, og það má alveg bóka það að þessi peningur sem færi þá ekki í Bakkafjöru myndi ekki skilar sér nema að hluta í það verkefni. 

Þessi undirskrifarlisti er eiginlega ekki mikilvægur nema bara til þess að sýna að eyjamenn eru í meirihluta ekki sannfærðir um ágæti þessarar framkvæmdar og að það hefði í það minnsta átt að skoða kosti og galla hraðskreiðrar ferju áður en Bakkafjara varð fyrir valinu. Það var náttúrulega verst þegar eyjamönnum var neitað um íbúakosningu um framtíð samgangna af bæjaryfirvöldum - og hávær mótmælin hefðu átt að koma fram þá en ekki núna þegar allt of seint í rassinn gripið.

Þessi listi má hinsvegar alls ekki hafa nein áhrif á Bakkafjöruframkvæmdina, og ég vona innilega að ráðherra grípi ekki á agnið. Það yrði algjört klúður fyrir samgöngumál Vestmannaeyja, og kæmi engum til góðs. Það er hinsvegar allt annað mál hvort menn velti fyrir sér hvort ekki hefði verið betra að velja hraðskreiðari Herjólf í stað Bakkafjöru, svo lengi sem menn gera sér grein fyrir því að það er búið að velja og það verður ekki aftur snúið.

Ef svo ólíklega vill til að Bakkafjara verði til tjóns, þá er skaðinn þegar skeður... 


mbl.is Of seint segir ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í sjálfu sér er aldrei of seint að gera athugasemdir, þannig séð. Hins vegar væri tóm vitleysa að fara að hætta við þessa hafnargerð. Mótmælin verður að skoða í því ljósi að Vestmannaeyingar eru hræddir um að missa einhverja starfsemi úr Eyjum og upp á Landeyjasand þegar þessi höfn verður komin í gagnið. Það er búið að gera rannsóknir svo árum skiptir á sjólagi og sandburði þarna fyrir utan og það væri löngu vitað ef þetta væri ekki vel gerlegt. Þessi framkvæmd er án nokkurs vafa mjög þjóðhagslega hagkvæm.

sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 16:41

2 identicon

Það er reyndar ekki rétt hjá þér að meirihluti Vestmannaeyinga hafi skrifað undir þennan lista. Það kemur fram í þessari frétt að 3172 hafi skrifað sig á listann eða 43% eyjaskeggja. Af þessum 3172 eru fjölmargir sem aldrei hafi búið í eyjum og sennilega einhverjir aldrei komið þangað. Gróf reiknað má segja að 25 - 30% Vestmannaeyinga hafi skráð nafn sitt á listann

Árni R (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 16:55

3 Smámynd: besservissinn

ég sagði heldur ekki að meirihluti eyjamanna hefði skrifað undir þennan lista. En miðað við það hversu margir skrifuðu sig á listann (og það voru 42% núverandi eyjamanna 18 ára og eldri skv þessu) og skoruðu á að hætt væri við framkvæmdina finnst mér ekki orðum ofaukið að segja að meirihluti eyjamanna hafi efasemdir um ágæti þessarar framkvæmdar. Margir sem hafa efasemdir en vilja þó ekki hætta við núna...

hvort þessi framkvæmd reynist vera þjóðhagslega hagkvæm eða ekki fer algjörlega eftir því hvernig hún á endanum heppnast, hvort að á endanum verði um annað grímseyjarferjudæmi um að ræða eða ekki. Að sjálfsögðu er mun líklegra að þetta heppnist, en þær áralöngu rannsóknir sem voru gerðar þarna voru ekki sannfærandi að neinu ráði, og því ekki hægt að segja annað en að það séu líkur til að þetta misheppnist algjörlega, hversu litlar sem þær líkur kunna að vera 

besservissinn, 17.4.2008 kl. 17:17

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hvað hefur þú fyrir þér í því að það séu meiri líkur á að þetta heppnist en ekki?

Jóhann Elíasson, 17.4.2008 kl. 20:15

5 Smámynd: besservissinn

Þessi spurning er bara algjör tímaskekkja. Þessi spurning átti bara rétt á sér áður en það var búið að kanna hvort ferjulægi við bakkafjöru væri raunhæft. Um leið og þeim rannsóknum var lokið, hversu litlar eða óáreiðanlegar sem þær voru,  og leiddu í ljós að líklegra væri en ekki að þetta væri hægt  þá voru strax meiri líkur á að þetta heppnaðist fremur en hitt. Það þarf því ekkert að vera meira á bakvið þetta en bara stærðfræði... 1+1 = 2 !

besservissinn, 17.4.2008 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

besservissinn

Höfundur

besservissinn
besservissinn
veit allt um ekkert, eða ekkert um allt
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband