evolution or revolution

Það er í raun hræðilegt að sjá hvaða klofningur er farinn að myndast meðal eyjamanna með þessi samgöngumál. Samstaða var um göng, það er alveg klárt mál, en þegar ljóst er að þau eru ekki næst á dagskrá skiptast menn í þessar tvær fylkingar eins og svo þekkt er. Stuðningsmenn bakkafjöru halda að það séu langflestir á þeirra máli, og það nákvæmlega sama á við um andmælendur hennar. 

Ég vill líkja Bakkafjöru við rússneska rúllettu. Bakkafjara  getur um leið verið bylting og banabiti fyrir Vestmannaeyjar - allt eftir því hvort framkvæmdin heppnast vel eða ekki. Held það sé ekki hægt að neita því að báðir möguleikar séu fyrir hendi. Kannski finnst andmælendum bakkafjöru ekki ásættanlegt að það sé spilað svona með framtíð eyjanna, og mér finnst það alveg skiljanlegt.  Nýtt lúxusskip sem gengi á innan við 2 tímum til Þorlákshafnar yrði aldrei bylting og heldur enginn banabiti. Evolution. Það er án efa öruggi valmöguleikinn, sem gæti að sjálfsögðu aldrei haft jafn mikil jákvæð áhrif á eyjarnar, og yrði ólíklega til þess að snúa íbúaþróun eyjanna við.

Þá er bara spurningin; hversu líklegt er að Bakkafjara verði bylting fyrir eyjarnar og hversu líklegt er að hún verði þeim banabiti? Er það áhættunnar virði að fara útí Bakkafjöru, eða er kannski byltingin sem það hugsanlega fæli í sér hreint og beint bara lífsnauðsynleg fyrir framtíð Vestmannaeyja?

Ég er kannski bara að gera mér grein fyrir því núna, en ég held svei mér þá að byltingin sé nauðsynleg! Það er náttúrulega erfitt að leggja mat á áhættuna. Ég hef bæði verið með og á móti Bakkafjöru og ég vona að það sé nokkurn veginn hlutlaust mat að segja að það séu allavega töluvert meiri líkur á því að Bakkafjara verði bylting fremur en banabiti. Neyðumst við ekki til að sætta okkur við áhættuna sem felst í Bakkafjöru, bíta á jaxlinn, og vona innilega að heppnin verði ofan á? Jú, algjörlega!

Gerum nú ráð fyrir að hætt væri við Bakkafjöru. Nýr hraðskreiðari Herjólfur myndi þá að sjálfsögðu hafa jákvæð áhrif á núverandi íbúa eyjanna, en til lengri tíma litið gerir hann ekki nóg og kemur ólíklega í veg fyrir fólksfækkunina. Verði sama íbúaþróun þangað til kæmi næst að því að endurskoða samgöngur við Vestmannaeyjar, eftir 10-20 ár, yrði jafnvel ekki lengur forsenda fyrir því að fara útí byltingu á samgöngum, hvorki göng né Bakkafjara. 

Því má kannski vera að nú sé tíminn, hugsanlega eini tíminn, sem eyjamönnum býðst að fá byltingu í samgöngum. Fyrst göng eru ekki í boði þá einfaldlega neyðumst við til að taka áhættuna með Bakkafjöru því til lengri tíma litið er jafnvel meiri áhætta falin í því að umbylta ekki samgöngum við Vestmannaeyjar núna. Jú, maður hefði fremur kosið að Bakkafjara og áhrif hennar væru betur rannsökuð, og af færari aðilum, áður en ráðist er í framkvæmdina. En því miður er ekki alltaf allt eins og best á verður kosið. Þetta er bara spurning um að grípa gæsina meðan hún gefst!

Ég er alls ekki sammála því, sem svo margir vilja meina, að ef Bakkafjara verður að raunveruleika verði göng aldrei að raunveruleika. Hafi Bakkafjara þessi jákvæðu áhrif sem vonast er til verður bara meiri forsenda fyrir því að fá göng. Göng eru í dag hagkvæmasti kosturinn ef þau reynast möguleg á eðlilegu verði og Bakkafjörusamgöngur koma tæpast til með að verða ódýrari í rekstri en núverandi samgöngur. Þannig myndi aukinn straumur til og frá eyjum með vel heppnuðum Bakkafjörusamgöngum kalla á hagræðingu, og þar eru göng klárlega besti kosturinn til lengri tíma litið - jafnvel þó búið sé að byggja Bakkafjöru.

 

Ég held að menn hljóti að gera sér grein fyrir því að þessi undirskriftarsöfnun er einfaldlega alltof seint á ferðinni og að ferlið verði ekki stoppað héðan í frá. Er þá bara ekki kominn tími til að gera það sem öllum er fyrir bestu og sameinast um að sætta sig við Bakkafjöru! Já það er áhætta falin í þessu, en hún er kannski bara lífsnauðsynleg fyrir framtíð Vestmannaeyja - og þegar uppi er staðið er kannski meiri áhætta falin í því að kjósa ekki byltingu.

 Svo finnst mér Bæjarstjórn Vestmannaeyja, og þá sérstaklega bæjarstjórinn Elliði Vignisson, vera að fara kolranga leið við að svara þessari undirskriftarsöfnun. Að gera lítið úr því hversu margir hafa í raun skrifað undir gerir lítið annað að auka klofninginn og hvetja restina sem á eftir að setja nafn sitt á listann til að drífa í því.  Mun réttara hefði verið að loksins reyna að koma fólki í skilning um framkvæmdina, og viðurkenna að um áhættu sé að ræða, en þessi áhætta sé jafnframt nauðsynleg - í stað þess þykjast heilaþvo fólk með því einfaldalega að segja "Bakkafjara er góð". Ég er búinn að vera á móti þessari framkvæmd þangað til í dag, í raun þangað til að ég skrifaði þessa færslu. Ég vona að Elliði einbeiti sér nú að því að fá samstöðu meðal eyjamanna um Bakkafjöru og reyni að koma þeim í sama skilning á Bakkafjöru og t.d. ég varð fyrir í dag. Mér finnst allavega að það væri hræðilegt ef þessi klofningur myndi haldast meðal eyjamanna...


mbl.is Tilfinningahiti í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

besservissinn

Höfundur

besservissinn
besservissinn
veit allt um ekkert, eða ekkert um allt
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband