eins gott ....

... að þeir hafi á endanum rétt fyrir sér - annars eiga þeir ekkert annað skilið en að missa vinnuna sína.

það er ekki hægt að horfa framhjá hrokanum í þessum mönnum, þeir virðast ekki einu sinni velta fyrir sér þeim möguleika að þeir gætu haft rangt fyrir sér, né það sem verra er þeir virðast ekki einu sinni leggja mat á hversu líklegt sé að þeir hafi rangt fyrir sér. 

það var ekki beint traustvekjandi eftir yfirlýsingar þeirra að ölduhæð í bakkafjöru færi aldrei yfir fjóra komma eitthvað metra, ekki í verstu sunnanveðrum sem mögulega geta skollið á, að síðar í ferð þeirra til bakkafjöru á lóðsinum í tiltölulega skaplegu veðri skyldi mæling þeirra á ölduhæð vera í eða yfir þeirra uppgefna hámarki. Svo í þessu myndbandi á www.strondumekki.is þar sem lóðsinn fór í ferð til bakkafjöru í sunnan 14 m/s, sem á eyjamælikvarða er hálfgert logn, var áætlað að brotið sem skipið fékk á sig hafi verið 5 metrar. Menn hafa nú verið að benda á að 5 metra alda sé nú lítið fyrir þetta stóra skip sem á að sigla þarna á milli - þó að þessi 5 metra alda sé að sjálfsögðu yfir því hámarki sem siglingamálastofnun sagði að myndi vera. [endilega leiðrétta mig ef ég er eitthvað farinn að ryðga í þessum tölum hérna]

ég vona innilega að þeir hjá siglingamálastofnun hafi rétt fyrir sér, en komi til þess að þeir hafi virkilega rangt fyrir sér þannig þurfi annaðhvort að hreint og beint hætta við eða fara útí lengri hafnargarða sem kosta áætlaða 20 miljarða í staðinn fyrir 5 sem áætlað er núna - þá finnst mér liggja ljóst fyrir að allir sem eiga hlut að máli hjá stofnuninni ættu að verða reknir.

Ég er nú eiginlega kominn á það mál að bakkafjara sé næst besti kosturinn á eftir göngum - bara svo lengi sem hún tekst til eins og menn vonast til og spá fyrir í dag.  Ég fer samt ekki af þeirri skoðun að bakkafjara er gríðarlega áhættsöm framkvæmd fyrir bæði ríkið og eyjamenn - sem er kannski ekki ástættanlegt fyrir framtíðarsamgöngur við eyjar ....


mbl.is Ferðir falla niður í 5-9 daga á ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Þótt ferðir falli niður 5-9 daga á ári til Eyja sé 5-9 dögum of mikið verðum við að beygja okkur fyrir náttúruöflunum. Það má kallast gott ef ekki falla niður fleiri ferðir en þetta á ári. Ætli sé ekki svipuð staða á þjóðvegum landsins, leiðir lokast vegna veðurs og sumar miklu oftar en 5-9 daga á ári og verða menn bara að sætta sig við það því það verður ekki séð við öllu. Vegakerfið á landinu er að verða meira og minna ónýtt af akstri flutningabíla svo það er löngu komið að algjörri endurnýjun á því öllu og þar með talið samgöngum til Eyja hvernig svo sem menn ætla sér að leysa það á endanum. Það þarf að banna flutningaakstur á þjóðvegum og taka aftur upp strandsiglingar með miklu tíðari ferðum en áður var og svo léttari dreifileiðum út frá höfnum með strandlengjunni. Og ef menn vilja ekki skilja þetta verða þeir bara að halda áfram að nauðga þjóðvegunum og klúðra Eyjasamgöngum næstu áratugina með tilheyrandi kostnaði. Svo má líka reikna út hvort ekki sé bara ódýrast að flytja Eyjaliðið upp á land eins og gert var í gosinu og hafa bara verstöð í Eyjum með farandverkafólki sem yrði upptekið við annað en að vera sífellt að þvælast milli lands og eyja.

corvus corax, 15.4.2008 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

besservissinn

Höfundur

besservissinn
besservissinn
veit allt um ekkert, eða ekkert um allt
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband