6.4.2008 | 10:49
algjörlega fullkomlega fáránlegt og óréttlátt
Ég vissi nú ekki um hvað þessi hvíldartímaregla fæli í sér sem bílstjórar hafa verið að kvarta yfir fyrr en nú. Mikið rosalega er þetta fáránleg regla sérstaklega með tilliti til þess að á Íslandi er augljóslega engin aðstaða til að framfylgja svona henni. Ekki þykir mér ólíklegt að þessi regla hafi verið "fundin upp" samkvæmt fordæmi annarsstaðar úr heiminum, en í einhverri heimsku og fljótfærni hafi algjörlega gleymst að skoða hvað lægi að baki til að réttlætanlegt væri að svona regla væri í gildi. Mér finnst hreint með ólíkindum að bílstjórar þurfi að fara í jafn miklar aðgerðir og þeir hafa gert til að fá þessi heimskulegu mistök leiðrétt. Enn ótrúlegra er hversu lítinn stuðning þeir fá frá þingmönnum, og þá er alveg sama hvort þeir þingmenn eru í stjórnarandstöðu eða ekki, sem virðast ekki einu sinni sýna þessu skilning að neinu marki - og sýnir þannig bara hversu fáránlega veruleikafirrt starfstétt það er.
Annars finnst mér allar þær reglur sem takmarka hversu lengi maður má vinna vera ekkert nema skerðing á persónufrelsi, þó ég geti skilið að þær séu til staðar til að vernda starfsmanninn frá vinnuveitandanum. Reglunni á þannig einungis að vera beint að vinnuveitandanum, og að starfsmaðurinn sjálfur sé sektaður í stað fyrir vinnuveitandann er náttúrulega alveg forkastanlegt. Ég veit bara að ég ætti erfitt með að sætta mig við það ef mér sjálfum væri bannað að vinna eins lengi eins og ég vill með þeim hvíldum sem ég vill bara útaf einhverri reglu með hvíldartíma - sérstaklega þegar maður horfir til þess að þeir sem setja þessar reglur fá jafnmikið borgað alveg sama hversu mikið þeir vinna...
Ég vona að þingmenn landsins fari að vakna uppúr þessari draumaveröld sem þeir lifa í og drullist til að koma til móts við bílstjóra undir eins. Þetta ástand er óviðunandi, og meðan það ríkir þá vona að bílstjórar haldi áfram sínum mótmælum - sem augljóslega eiga fullkominn rétt á sér!
„Við erum bara sektaðir“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
besservissinn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Myndir þú vilja mæta risastórum trukk út á þjóðveginum með ofurþreyttan bílstjóra undir stýri? Hefurðu prófað að aka bíl í fleiri fleiri klukkutíma, dag eftir dag?
Reglur um hvíldartíma atvinnubílstjóra eru mjög eðlilegar. Það á samt auðvitað að laga þær að íslenskum aðstæðum þannig að menn geti þá stoppað og hvílt sig þar sem er fyrir hendi hvíldaraðstaða með klósetti o.fl. En þeir hafa ekkert með það að gera að aka meira en 9 tíma á dag og með a.m.k. einni góðri pásu á milli. Mjög eðlilegar kröfur.
Heiðrún (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 12:22
já einmitt .... ökumaðurinn er alveg ofurþreyttur eftir 4.5 tíma undir stýri. Þetta er bara rakið kjaftæði. Já ég hef keyrt bíl samfellt í tæpa 9 tíma, og svipað daginn eftir, og þótti það ekki neitt sérstaklega erfitt, né varð ofurþreyttur. Vönum bílstjóra þætti það sennilega mun auðveldara en mér... Þessi regla er ekki tengd raunveruleikanum, ekki frekar en þeir sem sýna henni fullkominn stuðning, að mínu mati.
Og þeim sem þykja þetta eðlilega kröfur, þá er alveg á hreinu að það er ekki hægt að setja neinar kröfur áður en forsendur eru til þess að fara eftir þeim. Aðstöðuna fyrst svo má fara að setja einhverjar reglur um hvíldartíma ...
besservissinn, 6.4.2008 kl. 12:39
Hvað eru þeir að væla, á þessum 9 tímum er hægt að keyra frá Reykjavík langt austur á fyrði. Hvað vilja fá að keyra langt á einum degi? Að fá að keyra hring eftir hring án þess að þurfa að stoppa?
Jóhann Pétur Pétursson, 6.4.2008 kl. 12:51
ég held að það séu nú ekki trukkabílstjórar sem eru að valda mestu slysunum úti á þjóðvegunum.
vigdis (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 13:32
það er einmitt líka mjög góður punktur...
besservissinn, 6.4.2008 kl. 13:34
Það gilda líka reglur um hvíldartíma verkafólks við megum ekki vinna lengur en það að við fáum 11 tíma hvíld fyrir þann tima sem vantar upp á 11 tíma hvíld skal greiða 1,5 tíma í dagvinnu aukalega sem skárist sem hvíldartími og skal taka út eins fljott og hægt er. Sá sem á orðið inni til dæmis 8 hvíldartíma á orðið rétt á frídegi á launum. Það má greiða 50% af tímanum út í peningum hitt verður að taka sem frí. Ég hef orðið var við að atvinnurekendur eru ekki að auglýsa þetta og ekki fara allir eftir því og ekki fylgist reglugerðarbatteriið með þvi
Jón Aðalsteinn Jónsson, 6.4.2008 kl. 13:50
Og það að sum fyrirtæki komast upp með að fara ekki eftir reglum um hvíldartíma skekkir samkeppnisaðstöðu þeirra fyrirtækja sem að fara eftir reglunni
Jón Aðalsteinn Jónsson, 6.4.2008 kl. 13:51
Væla. . ´frá því að þeir byrja að vinna fer skífan í gang og þá á eftir að lesta og gera ýmislegt. . tíminn er fljótur að líða og mér skilst þeir nái oft ekki nema upp á miðja holtav.heiði á þessum 9 tímum. .
svo ég skil þá bara mjög vel
didda (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 13:51
Jón: svona hvíldartímareglur eiga einmitt að beinast að fyrirtækjunum, en það er óásættanlegt þegar þeir beinast að starfsmanninum og koma bara niður á honum. Annars finnst mér það mjög ósanngjarnt fyrir starfsmann að mega ekki vinna ákveðið lengi ef hann vill það. En það er e.t.v. eitthvað sem maður verður að sætta sig við, því þessi sama regla verndar mann um leið frá vinnuveitandanum...
besservissinn, 6.4.2008 kl. 14:12
Algjörlega sammala þér minn punktur var að tildæmis í járniðnaði þá ef meirihluti fyrirtækja ekki að fara eftir þessu meðan að þau sem að fara eftir þessu búa við skerta samkepnisstöðu en það er alveg ótrúlegt eins og eftirlitsbatteriði er gott i að vaxa að þarna skuli ekkert vera fylgst með
Jón Aðalsteinn Jónsson, 6.4.2008 kl. 16:11
já, ótrúlegt að heyra að það sé ekkert fylgst með þessu í járniðnaðinum, meðan það virðist vera of vel fylgst með þessu hjá bílstjórum...
besservissinn, 6.4.2008 kl. 17:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.