1.4.2008 | 17:34
kostir/gallar. Samantekt
Ég hef verið á báðum áttum með bakkafjöru, þó ég oftast hallist að því að vera á móti henni. Eftir að hafa séð lúxusskipin sem færeyjingar nota í svipaðar ferðir og milli eyja og þorlákshafnar varð það eiginlega draumurinn. Skip sem væri í 2 tíma milli lands og þorlákshafnar, með margfalt betri þægindi, og stærra og þ.a.l. betra á sjó og með miklu meiri flutningsgetu - ég held að það væri almennileg samgöngubót fyrir eyjamenn. Bakkafjara felur ekki í sér neina minnkun á ferðatíma, heldur færir aðeins meirihlutann af svipuðum ferðatíma yfir á bílstjóra bifreiðarinnar. Lest frá bakka til reykjavíkur myndi að sjálfsögðu breyta því, en það þyrfti eitthvað mikið að breytast í almenningssamgangahugarfari íslendinga til að svo yrði nokkurntíman að raunveruleika.
Göng milli lands og eyja hafa flesta þá galla sem bakkafjara hefur, en hefur þó fleiri kosti. Ástæðan fyrir því hinsvegar að eyjamenn vilja göng fremur en allt annað er einfaldlega sú að þau myndu borga sig fjárhagslega fyrir alla aðila - þegar til lengri tíma er litið. Skammsýni yfirvalda er hinsvegar svo svakaleg að ég sé það ekki gerast, a.m.k. ekki ef bakkafjara verður success. Jújú gleymum því að það hafa komið upp kostnaðartölur sem eru svo háar að það nær engum áttum því þessar kostnaðartölur eru ekkert annað en ágiskanir svartsýnna aðila. Á meðan engar rannsóknir hafa verið gerðar er ekki hægt að taka mark á neinum svona kostnaðartölum. Þetta eru bara ágiskanir enn sem komið er.
Nefni hér nokkra kosti og galla bakkafjöru sem ég sé m.v. sjósamgöngur við þorlákshöfn í núverandi mynd. Listinn er ekki tæmandi, og ég hef eflaust gleymt einhverju mikilvægu, eða hef rangt fyrir mér í einhverjum punktum...
kostir:
+ styttir tímann á sjó, siglingatíminn aðeins tæpur fimmtungur af núverandi siglingartíma.
+ aukin flutningsgeta með fleiri ferðum á dag.
+ aukin flutningsgeta veldur því eflaust að minni "skylda" er að bóka sig með margra daga fyrirvara eins og nú.
+ Svo stutt sjóferð hlýtur að valda lágum fargjöldum. Eðlilega aðeins einn fimmti af núverandi fargjaldi.
+ fleiri ferðir valda meiri sveigjanleika í ferðatíma.
+ hlýtur að minnka kröfu um að vera mættur 2-3 korterum fyrir brottför eins og nú.
+ í góðu veðri eru fleiri skip sem geta gengið milli eyja og bakka, en milli eyja og þorlákshafnar. Þannig er líklega auðveldara að auka flutningsgetu enn frekar yfir t.d. þjóðhátíð.
+ mun styttra í sveitarfélögin á suðurlandinu
+ möguleiki á að að stunda skóla eða vinna í eyjum fyrir fólk á suðurlandinu, og öfugt.
+ Aukin ferðamennska til eyja. Fólk á ferð um suðurlandið leggur síður fyrir sig 30 min ferð til eyja í góðu veðri yfir sumari, fremur en 3 tíma langdregna ferð frá þorlákshöfn.
gallar:
- stóreykur tímann í bíl til höfuðborgarsvæðisins.
- hættumeiri bílferð. hljómar ekki vel að þurfa að keyra í 2 tíma í staðinn fyrir 30 mín yfir vetrartímann til að komast til reykjavíkur. Oft nógu erfitt að komast milli þorlákshafnar og reykjavíkur eins og þetta er núna. Þó faktískt séð væri ekki ófært, eru án efa margir sem treysta sér ekki í að keyra þessa vegalengd yfir vetrartímann.
- vetrarfærð á vegum gerir keyslutímann lengri en venjulega.
- fleiri daga ófært sjóleiðina yfir árið en nú, þó umdeilanlegt.
- þó fært sé með skipi koma eflaust oftar upp aðstæður þar sem ófært er landleiðina til Reykjavíkur.
- með höfnina undir stjórn annarra en eyjamanna er hætt við að hana verði hægt að nota þannig að viðskiptin færast frá eyjum til bakkafjöru.
- hærri bensínkostnaður vegna lengri bílferðar.
- hættuleg sjóleið og innkoma í höfn. Gert skal ráð fyrir að skipið geti rekist í botninn í höfninni, osfrv...
- hættuleg framkvæmd. Tölvulíkön og reynsla af öðrum höfnum aðeins áreiðanleg uppað vissu marki vegna þeirrar fáránlegu hreyfingar sem er á sandinum. Hroki siglingamálastofnunar - hunsa ráðleggingar manna sem hafa raunverulega reynslu af bakkafjöru - sanna sjálfa sig ranga hvað varðar t.d. fyrirheit um hámarksölduhæð.
- skemmdir á bílum vegna sandfoks. Þó líklegt sé að það takist að hefta sandfok að mestu leyti, þá má þykja ólíklegt að það takist að fullu. Ekki heldur víst að það takist á tilsettum tíma.
- Engin forsenda fyrir bakkaflugi. Trúlega leggst allt flug á bakka niður ef að fólk getur komist ódýrt sjóleiðina á hálftíma í staðinn. Þar með hverfur líklegast einn eyja-businessinn.
Lagafrumvarp um Landeyjahöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
besservissinn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Má til með að benda á umfjölun mína um málið hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/489680/
og hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/283931/S
Kjartan Pétur Sigurðsson, 1.4.2008 kl. 19:10
takk fyrir það! Ég sé að við erum skoðanabræður í þessu ...
besservissinn, 1.4.2008 kl. 20:04
Mér finnst ég þurfa að koma með athugasemdir við þessa grein og leiðrétta augljósar vitleysur.
Í fyrsta lagi skil ég ekki hvernig þú færð það út að annars vegar taki það ekki nema 30 mín að keyra yfir 50 km frá Þorlákshöfn til Rvk, en 2 klst að keyra 120 km! Ætlar þú þá að fólk keyri almennt hægar frá Bakka til Rvk en frá Þorlákshöfn?
Ég hef margoft keyrt niður á Bakka í flug og hef verið frá 1 klst 20 mín og uppi rúmlega 1 1/2 klst.
Varðandi það atriði að það verði oftar ófær vegurinn yfir veturinn; þá langar mig að benda á það atriði að ef vegurinn lokast þá er það iðulega kaflinn yfir Hellisheiði og hinsvegar Þrengslavegur. Þegar það gerist þá ertu jafnilla settur í Þorlákshöfn og á Bakka.
Ég held að fyrir flesta (sérstaklega þá sem sjóveikir eru og þá sem þurfa að hugsa um börn) þá sé sá kostur að stytta siglingatímann um allt að 2 1/2 klst og keyra í staðinn 45 mín lengur í bíl, mun fýsilegri kostur.
Virðingarfyllst
Svali (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 09:51
alltílagi, segjum 1.5 klst í stað 2. Það breytir því samt ekki að með bakkafjöru er eiginlega bara verið að færa ferðatímann á bílinn, í stað þess að stytta ferðina. Ég get VEL skilið að það sé fýsilegri kostur en lengri tími á sjó fyrir þá sem eru sjóveikir, en af hverju ekki að berjast fyrir því að fá ferju til þorlákshafnar sem er 1 klst, og stytta þannig raunverulegan ferðatíma. Stærri ferja hagar sér líka mun betur á sjó en lítil eins og núverandi herjólfur, og bakkafjöruherjólfur. Á þannig ferju, þó hún væri heila 2 tíma á leiðinni, finndi viðkomandi e.t.v. minna fyrir sjóveiki en á 30 min með lítilli ferju.
Ég hef margoft farið á bakka, en held ég aðeins yfir sumartímann. Það er ástæða fyrir því að ég flýg ekki með bakka yfir veturinn þó það sé fært flugleiðina, og það er vegalengdin sem ég þarf að keyra í hálku. Þó það sé ekki faktíst séð ófært, held ég að margir leggi ekki í þetta ferðalag nema í góðum skilyrðum...
Ég held það sé mikil bjartsýni hjá þér að þú þurfir aðeins að keyra í 45 mín lengur yfir vetrartímann, eða þegar einhver umferð er á vegum. Ég hef verið 2 1/2 tíma á leiðinni til bakka vegna umferðarteppu við selfoss. leiðin til þorlákshafnar er mun óháðari umferð.
bakkahöfn hefur marga kosti, en líka marga galla. Ég hef mestar áhyggjur yfir því að þegar uppi er staðið muni höfnin kosta margfalt það sem áætlað er vegna hroka siglingamálastofnunar, en svo verður ekki þá er bakkafjara bara snilld. Þrátt fyrir það verður bakkafjara aldrei nein lausn á samgönguvanda Vestmannaeyinga, það er alveg klárt mál fyrir mér.
besservissinn, 2.4.2008 kl. 10:32
Við normal aðstæður er ferðatíminn með Bakkaferju og keyrslu alveg 1 1/2 klst styttri en Þhöfn. Við skulum ekki gleyma því að um leið og veður versnar einsog gerist ansi oft yfir vetrartímann, þá lengist siglingin með Herjólfi. Ég man eftir því í vetur að skipið var einhverjum klukkutímum lengur. Ég persónulega vildi heldur vera fastur í bíl við Selfoss en veltast tveimur tímum lengur í Herjólfi.
Gallarnir við að fá stærra skip sem ætti að leysa málið eru nokkrir. Til dæmis styttist ferðatíminn ekki eins mikið, og að auki yrði rekstrarkostnaður slíks skips, sem þyrfti margfalt vélarafl á við núverandi Herjólf, svo mikill að það ykist hættan á að farið yrði í að fækka ferðum og minnka þar með þjónustuna.
Svali (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 13:23
að sjálfsögðu er stærra skip engin fullkomin lausn, hefur sína galla og þá sérstaklega einmitt með háan rekstrarkostnað og hversu hratt svoleiðis skip myndi ganga í leiðinlegu veðri. Hvort hver og einn vill fer þá væntanlega bara einmitt eftir því hvort hann kýs að eyða meirihluta ferðarinnar undir stýri (í hálku) eða í koju (sofandi) útá rúmsjó. Með stærra skipi sem hegðar sér mun betur á sjó heldur en það sem við höfum fengið að venjast hingað til held ég að margir kysu frekar 1-2 tíma í því heldur en hálftímaferð í "litlum" bakkafjöruherjólfi í leiðinlegu veðri...
Stærra skip eða bakkafjara verður sennilega bara persónulegt álit hvers og eins. Það væri kannski áhugavert að reyna að taka saman kosti/galla stærra skips einhverntíman...en það er kannski hálftilgangslaust þar sem er þegar búið að ákveða bakkafjöru.
besservissinn, 2.4.2008 kl. 16:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.