hrokafull svör

Ég skil ekki hvernig nokkur maður ætti að geta verið ánægður með svör eins og þessi. Spurningarnar voru settar fram á faglegan máta, og flestar í mörgum liðum. Svörin svöruðu hinsvegar aldrei hverjum lið fyrir sig, og voru bæði ófagleg og uppí það að jaðra við að vera dónaleg. Síðasta svarið rekur þannig síðasta naglann í kistuna, þar sem svarið er einfaldlega - "þessi spurning skiptir ekki máli"! Hrokinn er náttúrulega bara yfirgengilegur.

Jújú eflaust voru margar af þessum spurningum tilgangslausar og áttu ekki rétt á sér, en þær eru samt spurningar sem ber að svara virðulega og a.m.k. látið lýta út fyrir að það sé eitthvað lagt í svörin. En að svara spurningu á þann veg að hún skipti ekki máli, jafnvel þó það sé satt, er náttúrulega bara ekkert annað en helber dónaskapur. Kannski FLgroup finnist dónalegt að spyrja þessara spurninga í gegnum fjölmiðla eins og Vilhjálmur er að gera (sem mér að vísu finnst mjög kjánalegt ef hann hefur ekki látið reyna á að fá þessi svör prívat) þá er nú alveg ótrúlega vitlaust og barnalegt að ætla bara að svara í sömu mynt.

Ég sé ekki annað en að ímynd FL group versni meira við svona framgang, heldur en sú staðreynd að þeir fóru næstum því á hausinn á síðasta ári...


mbl.is Vilhjálmur ósáttur við svör FL Group
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úr hlutafélagalögum:

91. gr. Þegar hluthafi krefst þess og slíkt má verða án tjóns fyrir félagið að mati félagsstjórnar(feitletrað af mér) skulu félagsstjórn og framkvæmdastjóri leggja fram á hluthafafundi upplýsingar um þau málefni, sem skipta máli um mat á ársreikningi félagsins og stöðu þess að öðru leyti eða áhrif geta haft á afstöðu hluthafa til mála, er ákvörðun á að taka um á fundinum. Upplýsingaskyldan á einnig við um samband félagsins við félög innan sömu samstæðu. [Upplýsingar, sem lagðar eru fram í opinberum hlutafélögum, geta m.a. byggst á spurningum hluthafa til félagsstjórnar og framkvæmdastjóra.]1)
Ef upplýsingar eru ekki tiltækar á hluthafafundi skulu hluthafar innan fjórtán daga þar frá eiga aðgang að skriflegum upplýsingum hjá félaginu og einnig skulu þær sendar þeim hluthöfum er þess hafa óskað.

Sem sé ef að stjórnin telur að upplýsingarnar kunni að skaða félagið á einhvern hátt þá þurfa þeir ekki að upplýsa hluthafann og hvað þá utanaðkomandi um þessa hluti. Persónulega myndi maður varla upplýsa hann um þessa hluti vitandi að hann ætlar að birta þetta alþjóð.

Spurningin er hins vegar auðvitað hvort að upplýsingarnar sem hann biður um séu skaðlegar eða ekki. Einhvern veginn finnst mér upplýsingarnar um dagpeningana og svo Hannes Smárason og hans félag meira skaðlegar þeim sjálfum en félaginu.

Bendi bara á það líka að ég er ekki að taka afstöðu til þess hvort að hegðun þessara manna er eðlileg eða ekki. Því ætla ég bara að halda fyrir sjálfan mig. 

Sigurgeir (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 22:31

2 Smámynd: Andrés.si

Ótrulegt hvað er að gerast hér á milli víkinga. :)

Andrés.si, 26.3.2008 kl. 22:31

3 Smámynd: besservissinn

mér finnst þessi lagagrein fullkomlega eðlileg, að þurfa ekki að svara öllum spurningunum hans. Þannig finnst mér þær upplýsingar sem koma fram í þessum svörum e.t.v. alveg eðlilegar, það er bara sá dónalegi máti sem þær eru settar fram sem er athyglisvert. Held að smá vinna lögð í að svara þessum spurningum kurteisislega skaði ekki félagið, þó svörin væru ekkert nema afsakanir yfir því að geta ekki svarað spurningunum.

s.s - Hrokinn í svörunum, ekki upplýsingarnar faldar í þeim, er það sem mér finnst að þessu.... 

besservissinn, 26.3.2008 kl. 22:40

4 Smámynd: besservissinn

annars finnst mér þetta afar kjánalegt og mark um fátt annað en athyglissýki af Vilhjálmi, að gera þetta svona í gegnum fjölmiðla. Hann virðist hreint og beint vera að reyna að ná sér niður á FL group fyrir að hafa tapað af honum nokkrum bíl-fjárhæðum með því að draga þá niður í síkið með einhverjum svona skrípaleik.  Það samt réttlætir ekki svona dónaskap af hálfu FL group, en það er kannski nákvæmlega þetta sem Vilhjálmur var að leitast eftir, að þeir myndu svara með óvirðingu....

besservissinn, 26.3.2008 kl. 22:52

5 Smámynd: Guðmundur D. Haraldsson

Hvað er Vilhjálmur að gera í gegnum fjölmiðla? Ég get ekki betur séð en að fjölmiðlarnir sjálfir hafi áhuga á málinu. Athugaðu að Vilhjálmur bar spurningarnar upp á aðalfundi, sem er einmitt rétti staðurinn fyrir spurningar af þessu tagi.

Guðmundur D. Haraldsson, 26.3.2008 kl. 23:34

6 Smámynd: besservissinn

ég efast um að FL group hafi sent fjölmiðlum afrit af svörunum, geri bara ráð fyrir að mbl hafi fengið þau hjá Vilhjálmi. Eins og þú sérð hér í fyrstu athugasemd, þá eiga svör sem ekki eru til reiðu á hluthafafundi að vera send þeim hluthöfum sem þess óska, ekki öllum landsmönnum gegnum fjölmiðla. Og þegar ég meina að að Vilhjálmur sé að gera þetta gegnum fjölmiðla er ég bara að tala um þá staðreynd að við lesum þessar spurningar og svör í fjölmiðlum, og bíttar þá engu hvort það er fyrir áhuga fjölmiðla eða ekki, því auðvitað ræður Vilhjálmur því sjálfur hvort hann þurfi að tala við fjölmiðla um þetta...

Ég á ekki hlut í FL group, og þar með kemur mér ekki við svörin við þessum spurningum sem Vilhjálmur spyr á hluthafafundi. Samt les maður þau eins og ekkert sé hér á mbl .... 

besservissinn, 26.3.2008 kl. 23:57

7 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það á nú meiripartur þjóðarinnar í FL group hvort sem okkur líkar eða ekki í gegnum lífeyrissjóðina, þannig að málefni þessa guðsvolaða félags koma allri þjóðinni við.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 27.3.2008 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

besservissinn

Höfundur

besservissinn
besservissinn
veit allt um ekkert, eða ekkert um allt
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband