hvað þykist hann vita...

Já reynsluboltinn Hamilton heldur virkilega að hann geti eitthvað fullyrt hvar ferrari eða mclaren stendur frekar en aðrir ökumenn. Þessi síðasta æfing sem hann talar um, þá voru þeir ferrari og hamilton svo langt frá toppinum á tímatöflunni að nákvæmlega ekkert mark er að taka á nokkrum getgátum dregnum af þessum tímum. Þetta ræðst ekkert fyrr en í fyrsta móti eða jafnvel öðru móti (þar sem melbourne á að vera "öðruvísi" braut) - og allar þær fullyrðingar hvar bílarnir standa eru bara ekkert annað en getgátur. Og ef ég vildi láta einhvern ökumann koma með raunhæft mat á stöðu bíla, þá myndi ég svo sannarlega ekki spyrja þann ökumann sem er bara með eins árs reynslu úr formúlu1, hversu góður sem sá ökumaður kann að vera. 

Tala minna, gera meira - eitthvað það besta í fari raikkonen, bæði þegar hann var hjá mclaren og núna hjá ferrari. 


mbl.is Hamilton segir Ferrari og McLaren standa jafnfætis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Steinsson

Það getur verið að hann hafi bara eins árs reynslu í F1 en hann hefur verið í kappakstri frá því fljótlega eftir að hann lærði að ganga þannig að hann hefur væntanlega einhvern skilning á því hvað er að gerast. Svo fyrir utan það þá er það hluti af vinnunni hjá þeim að vera kokhraustir. Raikkonen er ekki sterkur í þeim hluta frekar en margir landar hans.

En það er hins vegar alveg rétt hjá þér, að hvað raunverulega er að gerast sést ekki fyrr en eftir fyrstu keppnir og vonandi verður það eins og í fyrra að úrslitinn ráðist ekki fyrr en í síðustu keppnum.

Einar Steinsson, 5.3.2008 kl. 16:13

2 Smámynd: besservissinn

formúla 1 er bara allt annar heimur m.v. það sem hann hefur gert áður, og að hafa verið í kappakstri alla sína æfi er ekki eitthvað sem hann hefur framyfir aðra ökumenn. Veit heldur ekki hvenær það á að hafa verið hluti af vinnu kappakstursmanna að vera kokhraustir. Keyra hratt, vinna keppnir...nothing else matters.

Já vonum svo sannarlega að þetta ráðist ekki fyrr en alveg undir lokin eins og í fyrra - þá fær maður kannski tímabilið í fyrra eins og það átti að vera - án alls spy-gate og hamilton-alonso röfls. Vonum bara að það verði ekki Kovalainen-Hamilton rifrildi þetta árið í staðinn....

besservissinn, 5.3.2008 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

besservissinn

Höfundur

besservissinn
besservissinn
veit allt um ekkert, eða ekkert um allt
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband