legg til að hætta þróun vetnistækninnar...

...sem þeim orkugjafa sem tekur við af bensíni.

Held að Ísland sé nánast eina þjóðin sem almennt telur að vetni sé framtíðin. Maður hefur það á tilfinningunni, þegar maður talar við erlenda menn um þetta mál, að við séum að gera sjálf okkur að fíflum með því að þykjast ætla að búa til hér fyrsta vetnissamfélagið. Fólk gleymir oftast að vetni er ekki orkulind heldur geymslumáti á orku, og þessa orku þarf að framleiða. Vetni er hægt að framleiða á umhverfisvænan máta hér á landi, í þeim skilningi að engar gróðurhúsalofttegundir svokallaðar losna við framleiðsluna á rafmagninu sem þarf í rafgreininguna á vatni, þó "umhverfið" fái kannski að kenna á því. Mikill meginhluti allrar raforkuframleiðslu í heiminum felur hinsvegar í sér losun á gróðurhúsalofttegundum, bruni á kolum og olíu, og því væri í flestum tilfellum ekki verið að losa sig við vandamálið, heldur aðeins færa það frá farartækjum yfir í raforkuframleiðsluna - sem er nákvæmlega það sem er gert með hinum "umhverfisvæna" Prius. Hugtakið umhverfisvænt er náttúrulega algjörlega ofnotað, þar sem aðeins er tekið mark á lokaskrefinu, en ekki hvað býr því að baki. Ekki má gleyma þeim vinsæla misskilningi að gróðurhúsalofttegundum sé að kenna um hitun jarðar...

Það má teljast verkfræðileg hugsun að finna einföldustu lausnina á ákveðnu vandamáli. Það að nota vetni í staðinn fyrir bensín er náttúrulega bara flóknasta lausnin á útblástursvandamálinu. Einfaldari lausn, í staðinn fyrir hreint vetni, er að nota etanól eða metanól - sem minnka útblástur, eru á fljótandi formi, og það sem meira er, virka á núverandi bensínvélum. Önnur er að láta núverandi bíla nýta orkuna betur, eins og t.d. vakning er í formúlu 1 (sem að lokum skilar sér í framleiðslubílum) um að nýta varmaorkuna sem myndast í bremsum og minnka þannig bensíneyðslu / auka hraða. 

Þó framtíðin feli eflaust í sér bíla með engan útblástur sem eflaust vinna á vetni, þá þarf bara að leysa svo mörg vandamál áður en það er praktískt að það er fáránlegt að vera búinn að búa til einhvern tímaramma um hvenær íslenska vetnissamfélagið verður að veruleika. Ég veit ekki hvort þetta var bjartsýni eða athyglissýki, en þetta vetnisævintýri á ekki stoð í raunveruleikanum, ekki í náinni framtíð í það minnsta. Verði vetni framtíðarorkugjafi á bílum hef ég í það minnsta enga trú á að það muni taka við af bensíni, þó það gæti tekið við af t.d. etanóli, metanóli eða einhverju öðru sem framtíðin leiðir af sér...

en þetta er allt að sjálfsögðu bara mínar skoðanir -  en eftir dóm héraðsdóms í vikunni virðist þurfa að taka það fram hér eftir ...


mbl.is Lagt til að hraða þróun vetnistækninnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðir punktar.

Ég á ekki von á því að allavega næstu 100 árin komi neitt til með að vera jafn vinsæll orkugjafi og bensín. En það sem mér finnst ljósasti punkturinn í sambandi við vetnið, hvað Ísland varðar, er að við getum séð okkur sjálf fyrir eldsneyti. Mér leiðist að í hvert skipti sem gárar í Mexíkóflóa að ég þurfi alltaf að fara að borga meira fyrir bensínið. Ég svona persónulega er ekkert mikið að stressa mig á þessu gróðurhúsakjaftæði og ætla enn um sinn að leyfa mér að efast um að menn hafi nokkuð með þau áhrif að gera. Og enn fremur að fókusa frekar áfram á hvað hægt er að gera til að aðlagast hækkandi hitastigi, frekar en að reyna að stjórna því.

Atriði samt sem þarf að hafa í huga í sambandi við ethanol framleiðslu er annarsvegar að með því að nota ræktarland sem áður fór í að búa til mat til "manneldis" fer núna í að búa til eldsneyti, sem leiðir til hækkandi matvöruverðs. Sem er að hækka allstaðar í heiminum nú þegar. Annað er að sem sagt maísinn sem notaður er í að búa til industry ethanol gæti verið að skila minni orku í formi endsneytis en fer í að búa hann til. Þegar búið er að taka saman orkuna sem fer í að búa til áburð, eldsneyti á landbúnaðarvélar og bara allur pakkinn. Sumar rannsóknir segja að maður sé i plús, aðrar mínus. Almennt er talað um 1.2-1.35 í nýtingu. Þori ekki að fullyrða um áreiðanleika þessara talna.

En já ég hef reyndar tekið eftir því að fólk er ekki alveg með á nótunum þegar maður minnist á vetni fyrir utan landssteinana. En ég held samt að Ísland gæti verið leiðandi í vetnisvæðingu í heiminum. 

Arnar Þór (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 18:55

2 Smámynd: besservissinn

mér hefur alltaf þótt það koma spánskt fyrir sjónir að nota landbúnaðarvörur til að búa til eldsneyti, enda er ég ekkert viss um að það verði framtíðin. Þó margir Íslendingar séu að mínu mati ekki tengdir raunveruleikanum með þetta vetni, þá eru aðrir Íslendingar það svo sannarlega og þá á ég við http://www.carbonrecycling.is/ .

Einhverjir myndu nú benda þér á að það séu bara 50 ár í að jarðeldsneyti, og þar með bensín, verði uppurið, og því verði eitthvað búið að taka við því eftir 100 ár. Hinsvegar hefur í meira en 50 ár verið áætlað að allt eldsneyti verði uppurið innan 50 ára, og því sér maður ekki að núverandi áætlanir séu eitthvað réttari. Eiginlega sömu sögu er að segja af fusion orkuframleiðslu...svo kannski þegar talað er um 50 ár fram í tímann að þá sé bara verið að meina að menn sjái það ekki breytast "in the foreseeable future" 

besservissinn, 29.2.2008 kl. 20:34

3 Smámynd: besservissinn

Gunnar, það er ágætis regla að lesa færsluna áður en þú commentar á hana .... það er nákvæmlega það sem ég benti á í greininni með að vetni væri ekki orkulind. Svo þori ég ekki að svara þessu með gróðurhúsaáhrifin, því það er ekki séns að vita hvorum megin þú stendur í þeim efnum ... enda ekki skrítið þegar þú skrifar allt í einni samhengislausri setningu...

besservissinn, 1.3.2008 kl. 00:31

4 Smámynd: besservissinn

reyndar, burt séð frá því hvorum megin þú stendur með þessi blessuðu gróðurhúsaáhrif....þá hafa vitsmunir fólks afskaplega lítið að gera með hvort það haldi að manninum sé þar um að kenna eða ekki - þetta er ekki alveg svo einfalt, þó þú viljir láta líta út að þú sért svo klár....

Það er aldrei málefnalegt að kalla fólk heimskt.... 

besservissinn, 1.3.2008 kl. 00:37

5 identicon

Það er einmitt mikilvægt að byrja á þessu, því kjarnasamruninn gæti verið á næsta leiti. Mjög sennilega á þessari öld. Að vera búinn að hanna bílana með vetni sem orkugjafa yrði þannig í þróun t.d. á Íslandi þangað til að hægt yrði að framleiða það með þessari aðferð. Þetta er áhættunnar virði, þó við þurfum að hafa eitthvað til vara.

Baldur Freyr Guðmunssn (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 14:43

6 Smámynd: besservissinn

mér finnst nú skrítið að segja að eitthvað sé á næsta leiti þegar það gætu verið 90 ár í það...

besservissinn, 1.3.2008 kl. 19:09

7 identicon

"og því væri í flestum tilfellum ekki verið að losa sig við vandamálið, heldur aðeins færa það frá farartækjum yfir í raforkuframleiðsluna - sem er nákvæmlega það sem er gert með hinum "umhverfisvæna" Prius. "

Þú veist greinilega ekki hvernig Toyota Prius virkar. Þú ættir að breyta nafninu þínu úr "Besservisserinn" í "Dumb Ass". Priusinn framleiðir sitt rafmagn sjálfur með því að nýta orkuna sem verður til við hemlun.

Gunnar (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 10:28

8 Smámynd: besservissinn

Gunnar, það er rétt hjá þér - að nefna Prius sem dæmi um rafmagnsbíl var frekar dumbass, enda er honum ekki stungið í samband á kvöldin og geymarnir hlaðnir. Commentið átti að sjálfsögðu að eiga við um þannig rafmagnsbíla, þar sem í flestum tilfellum eru það kola eða olíuorkuver sem "hlaða" bílinn. Eftir að hafa kynnt mér Prius stuttlega á wikipedia, þá átta ég mig á því hversu óheppilegt var að nefna Prius þarna því hann er í raun og veru algjörlega rétta skrefið sem ég hefði viljað taka, og notar einmitt regenerative braking.  Það er hinsvegar ofsagt að bíllinn hlaði geymana algjörlega með hemlunarorkunni, því bensínvélin í bílnum hleður þá einnig, og líklega að meirihluta til.

Guðmundur, við skulum nú ekki gleyma því að einu sinni voru menn sannfærðir um að jörðin væri flöt... Það er aldrei hægt að sanna neina kenningu um ástæðu hitnun jarðar, aðeins hægt að meta hver er sú líklegasta. Ef það er hægt að sjá ástæðu hnattrænnar hlýnunar á svörtu og hvítu í einhverri mynd eftir athyglissjúkt fyrrverandi forsetaefni, af hverju ætti þá þessi fjöldi vísindamanna að hafa fyrir því að vera að helga lífi sínu í eitthvað sem er svo bara svona "einfalt". Hnattræn hlýnun er staðreynd, en vísindamenn eru ekki sammála um ástæður hennar. Þó svo þú haldir að mikill meirihluti vísindamann haldi að manninum sé þar um að kenna, þá er það einungis vegna þess að þeir eru þeir einu sem láta í sér heyra, já eða eru þeir einu sem fólk hlustar á og/eða trúir, sennilega vegna þess að þetta hollywood propaganda er búið að lita skoðanir fólks. Þessvegna kæmi mér ekki á óvart þó þú hefðir ekki heyrt um þær rannsóknir sem "sanna", mun meira conclusively en sú "sönnun" að manninum sé um að kenna, að ástæðan sé einfaldlega útaf sólblettum - mismunandi solar-output eftir tíma. Einnig hefur verið sýnt fram á það að það sé mótsögn í tölum um heildarmagn olíu sem er að finna á jörðinni og að þessari olíubrennslu mannsins sé um að kenna. Olíulindir jarðarinnar væru löngu uppurrar áður en þær næðu að valda þessum gríðarlegu áhrifum á hitastig jarðar. Báðar þessar rannsóknir voru viðamiklar, en af einhverjum orsökum virðist ekki tekið mark á þeim. I wonder why...

Þetta er þannig gríðarlega langt frá því að vera einhver heilagur sannleikur, eins og þú segir, og enn lengra frá því að það sé búið að afsanna allar efasemdir um þetta...

besservissinn, 3.3.2008 kl. 13:31

9 identicon

Jahá. Það eru líka menn enn í dag á mála hjá stórfyrirtækjum að halda því fram að reykingar séu skaðlausar. Það er ótrúlegt að að horfa upp á menn halda því fram að olía, sem áður var skóglendi þekjandi töluverðan hluta hnattarins, sem er allt brennt upp á 100 árum hafi ekkert að gera með hitnun jarðar. Það er þá bara tilviljun að þetta gerist á sama tíma? Reykingar eru skaðlausar = Íraksstríðið hafði ekkert að gera með eiginhagsmuni BNA manna = óeðlilega mikil hlýnun jarðar nýlega er eðlileg. Merkilegt hvað heilaþvottur er auðveldur.

Ari Jón (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 02:37

10 Smámynd: besservissinn

þetta er náttúrulega bara mjög lélegt dæmi með reykingar. Það er fullkomlega beint orsakasamhengi milli reykinga og lungnakrabbameins og það getur enginn með réttu viti haldið því fram að þær séu ekki skaðlausar.

En það er líka nákvæmlega málið. Merkilegt hvað heilaþvottur er auðveldur. Fólk hefur verið gjörsamlega heilaþvegið með því að stimpla þeirri vitleysu inní hugann á þeim að því sé búið að sanna það að hitnun jarðar sé einungis tilkomin af mannavöldum. Það er bara ein hugsanleg ástæða, sem langt í frá er búið að sanna, og mun betur hefur verið sýnt fram á að þetta sé að öðrum eðlilegri ástæðum. Það fyrsta sem menn benda t.d. á er hitasaga jarðarinnar; hún hafi gengið í gegnum alveg sambærilegar hitastigsbreytingar áður en maðurinn kom til, og því sé í raun engin ástæða til að vera að velta sér eitthvað uppúr hver ástæðan sé núna, hvað þá að kenna manninum alltíeinu um...

Hitastigsbreytingar af mannavöldum bara einfaldasta og þægilegasta  skýringin, ekki endilega sú rétta... 

besservissinn, 4.3.2008 kl. 10:51

11 identicon

það þarf að búa til kerfi sem sér faratækjum jarðarbúa fyrir orku, það kerfi þarf að vera í jafnvægi við umhverfið annars er ójafnvægi og allt dettur um koll, ekki satt ? Sólarorka vindorka og allskonar orka getur slitið vatn í sundur og við notum þá súrefni og vetni sem orkugjafa, bara að hlutirnir séu í jafnvægi. Það þarf að búa til heildstæða áætlun sem virkar og framkvæma hana svo, ríkisstjórnir heimsins eru ekki í stakk búnar að svo komnu að geta slíkt vegna vileysisgangs, vonandi kemur að því samt.

takk fyurir.

Guðmundur (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

besservissinn

Höfundur

besservissinn
besservissinn
veit allt um ekkert, eða ekkert um allt
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband