22.2.2008 | 19:13
veruleikafirrtur
Hef aldrei skilið þessa vitleysu að vilja ekki her á Íslandi - en það er e.t.v. vegna þess að ég er í þeim skilningi ekki einhver brjálaður friðarsinni. Ekki það að ég vilji að það séu stríð útum víða veröld, og auðvitað vill maður það helst að "öll dýrin í skóginum séu vinir". En ég er ekki svo einfaldur að halda það, að þó það sé kannski ekki beint stríð í gangi nálægt okkur, að það skilgreinist sem einhver friður. Jújú eflaust vill Steingrímur meina það að ef það er enginn her hér nálægt okkur, að það kúpli okkur frá öllu og geri okkur hlutlaus í hverju því stríði sem kann að skella á...Think not! Það er langt frá því nóg til að gera okkur hlutlaus. Það að það sé enginn her eða varnir hérna gerir okkur ekki hlutlaus, það gerir okkur bara varnarlaust auðvelt skotmark. Svo er grundvallarmunur á því hvort herinn umræddi sé til staðar til sóknar (herstöðvar eins og bandaríkjamenn reka í ýmsum löndum við miðjarðarhaf) eða til varnar. Ég væri mótfallinn því að hér væri her sem gæti farið í útrás, ef svo má segja, en það er allt annað mál að hafa einhvern her hér til sýnis eins og hefur verið. En ég hef ekki séð þá friðarsinna sem vilja engan her gera nokkurn einasta greinarmun á þessu - her sé bara her og her þýði bara stríð. En svo sé ég bara ekki hvað er að því að það sé staðsettur her á Íslandi, svona hálfpartinn til sýnis eins og það hefur verið. Þetta kom með miklar tekjur inní þjóðarbúið án nokkurra teljandi neikvæðra áhrifa, svo ég viti. Vilja menn ekki hafa her hér til að gefa gott fordæmi fyrir frið, að Ísland sé friðsælt því það sé enginn her til staðar? Finnst fólki kannski að við lifum á friðartímum nú til dags, að það sé ekkert að óttast, og því her, sérstaklega á Íslandi, sér bara óþarfur? Ef hann er óþarfur, hvað með það, svo lengi sem við erum ekki að tapa á því. Eða heldur fólk kannski að afstaða Íslands til stríðs sé ákvörðuð með því hvort hér sé staðsettur her eða ekki?
Spurningin er því e.t.v. bara sú. Hvort er það ég sem er veruleikafirrtur eða Steingrímur?
Síðasta skrefið að fullri inngöngu Íslands í NATO | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
besservissinn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sumir sjá bara það sem þeir vilja sjá.
Fannar frá Rifi, 22.2.2008 kl. 20:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.