röng fyrirsögn

hvernig væri nú að mbl færi að hætta að taka allar sögusagnir sem líta dagsins ljós og setji þær fram sem staðreyndir í fyrirsögn frétta. Þó það komi að vísu skýrt fram í fréttinni að aðeins sé um fullyrðingu einhvers spænsks dagblaðs að ræða þá afsakar það ekki að fyrirsögnin segi beinlínis að um staðreynd sé að ræða. Það er bara svo langt frá því öruggt að það sé nokkurt einasta sannleikskorn í þessari spænsku frétt, að það er bara vottur að slúðurblaðamennsku að dreifa þessari frétt eitthvað frekar. Spænskir fjölmiðlar hafa verið uppvísir að ljúga sumar fréttir upp frá A til Ö, og ekki stóðst nú mikið af því sem þeir sögðu kringum fríið í spænsku deildinni þar sem Rijkaard og Ronaldinho áttu báðir að fara frá liðinu. Það er því í fyrsta lagi lélegt af mbl að pikka svona fréttir upp og dreifa þeim, en svo bara hreint og beint ófagmannlegt af þeim að láta í ljós að þetta slúður sé sannleikur í fyrirsögninni. Maður þarf að skoða alla fréttina til að komast að því að þessi frétt er í raun og veru engin frétt. Þetta er langt í frá eina dæmið um svona vitleysu, og líklega ekki það síðasta - en þó vonandi!
mbl.is Barcelona vill fá Wenger
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

besservissinn

Höfundur

besservissinn
besservissinn
veit allt um ekkert, eða ekkert um allt
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband