12.2.2008 | 15:17
gott og slæmt...
það er svosem ágætt að þetta mál fái umfjöllun í stað þess að vera vísað frá, þó það sé vissulega slæmt fyrir istorrent að þurfa að standa lengur í þessum málum og eyða meiri pening í þetta.
Að mínu viti er alveg klárt mál að torrent.is síðan var lögleg. Síðan sem slík var lögleg! Það voru eflaust hinsvegar þeir fjöldamörgu notendur hennar sem gerðust sekir um það í sí og æ að brjóta höfundarréttarlög með því að setja þar inn efni án heimildar höfundar og brutu þar með um leið skilmála síðunnar. Þessa skilmála þurfti hver og einn notandi að samþykkja áður en hann varð fullgildur sem notandi, og þar stóð skírt að óleyfilegt væri að dreyfa höfundarréttarvörðu efni nema með leyfi höfundar. Notendur væru ábyrgir fyrir að fylgja þessum skilmálum, en ef upp kæmist að þeir væru brotnir þá yrði viðkomandi bannaður.
Ég skil því ekki þessa vitleysu að fara á eftir heimasíðunni, í stað þess að ráðast beint á þá sem virkilega eru að gera eitthvað af sér, þá notendur sem settu efni þar inn í leyfisleysi. Nei, þegar torrent.is lokaði fóru þessir sömu notendur og dreifðu sínu efni á síðum eins og thevikingbay alveg eins og þeir gerðu áður - og þessi fáránlega málsókn SMÁÍS áorkaði nákvæmlega engu nema því að vera ljótt publicity stunt og hræðsluáróður eins og hann gerist verstur.
Verði góð síða eins og torrent.is bönnuð er það klárlega skerðing á persónufrelsi, og svo sannarlega stórt skref í átt að kommúnisma. Burtséð frá því hvað SMÁÍS lætur fólk halda þá eru mjög margir sem notuðu torrent.is sem vettvang fyrir löglega dreifingu efnis. Hafa t.d. tónlistarmenn notað síðuna til að kynna sitt efni. Að síðu sé lokað af því notendur hennar geti ekki farið að reglum síðunnar er alveg nákvæmlega jafn fáránlegt eins og að loka miklubrautinni því þar keyra 95% af bílum yfir hámarkshraða.
Þessi istorrent málsókn hefur því einungis breytt málum þannig að í staðinn fyrir að reka vefinn fyrir dagsljósinu, er sami vettvangur farinn á bakvið tjöldin þar sem lögin eiga ekki lengur við - svipað og ef boxið yrði bannað á íslandi, en myndi halda áfram bakvið tjöldin í "fight-club" style.
Held að flestum ætti því að vera ljóst að það sé eitt orð sem eigi best við um SMÁÍS, og það er heimska. Þeirra málstaður á klárlega rétt á sér, en heimskari leið til að ná sínu fram er tæpast til. Ég vorkenni þeim höfundum sem þurfa að treysta á SMÁÍS til að verja þeirra höfundarverk, enda kom það best í ljós þegar Páll Óskar Hjálmtýrsson sendi inn sjálfur kvörtun til torrent.is, að hann treysti ekki þessum moðhausum í SMÁÍS til að fara með sín mál...
Máli gegn Istorrent ekki vísað frá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
besservissinn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.